Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

67. fundur 29. september 1999 kl. 10:00 - 11:40 Skrifstofa Skagafjarðar

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 67 – 29.09.1999


    Ár 1999, miðvikudaginn 29. september kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

1. Styrkir til björgunarsveita.

2. Freyjugata 18 – verklok.

3. Lóð Háholts.

4. Bréf frá Sýslumanni.

5. Bréf frá Einkaleyfastofunni.

6. Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.

7. Kaup á slökkvibifreið í Hofsós.

8. Stofnun nýbýlis úr Víðidal.

10. Forkaupsréttur.

11. Umsóknir um tækifærisvínveitingaleyfi.

12. Starfsmannamál.

13. Framkvæmdasýsla ríkisins.

14. Málefni Loðskinns hf.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Byggðarráð samþykkir að styrkja björgunarsveitirnar í Skagafirði á eftirfarandi hátt á árinu 1999: Skagfirðingasveit Sauðárkróki, kr. 300.000, Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi kr. 150.000, Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kr. 150.000. Byggðarráð samþykkir einnig að fella niður helming fasteignaskatts af fasteignum sveitanna.


2. Verktaki við byggingu Freyjugötu 18 hefur óskað eftir að verklokum verði frestað til 15. mars 2000. Byggðarráð samþykkir að fresta verklokum til 1. mars 2000.


3. Sveinn Allan Mortens hefur óskað eftir að kaupa landskika við Háholt sem sveitarfélagið á. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna þetta mál frekar.


4. Lögð fyrir til umsagnar umsókn Jóns Snæbjörnssonar, dagsett 14. september 1999, um endurnýjun á leyfi til reksturs gistiheimilis og veitingastofu að Lónkoti. Byggðarráð gerir engar athugasemdir við umsóknina.


5. Lagt fram bréf frá Einkaleyfastofunni til kynningar, dagsett 15. september 1999, þar sem Einkaleyfastofan tilkynnnir að hún hafi samþykkt og skráð byggðamerki Skagafjarðar.


6. Lagt fram bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, dagsett 22. september 1999, varðandi sameiningu heilbrigðisstofnana. Byggðarráð samþykkir að formaður og varaformaður byggðarráðs auk sveitarstjóra hitti framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki varðandi þetta mál.


7. Lagt fram bréf frá Óskari S. Óskarssyni slökkviliðsstjóra, dagsett 21. september 1999, varðandi kaup á slökkvibíl í Hofsós.

Gísli Gunnarsson vék af fundi.

Byggðarráð samþykkir að gengið verði að tilboði ROSENBAUER að upphæð kr. 9.500.000. Kr. 7.000.000 greiðist af fjárhagsáætlun þessa árs en kr. 2.500.000 af fjárhagsáætlun næsta árs.Gísli kom aftur inn á fund.


8. Lögð fram beiðni um stofnun nýbýlis úr landi Víðdals. Byggðarráð samþykkir erindið og vísar því til umsagnar landbúnaðarnefndar.


9. Byggðarráð samþykkir að falla frá forkaupsrétti vegna sölu á Efra-Haganesi II.


10. Lagðar fram umsóknir um tækifærisvínveitingaleyfi frá Hestamannafélaginu Svaða og Hestasporti. Byggðarráð samþykkir að hafna beiðni Hestamanna-félagsins Svaða og frestar afgreiðslu á máli Hestasports.


11. Óskað er eftir því að fá heimild til þess að ráða í tvær stöður á tæknideild sveitarfélagsins. Byggðarráð heimilar að þessar stöður verði auglýstar en óskar jafnframt að gengið verði frá starfslokum Ingvars G. Jónssonar byggingarfulltrúa.


12. Sveitarstjóri skýrði frá viðræðum við fulltrúa Framkvæmdasýslu ríkisins og Mennamálaráðuneytis varðandi heimavistarbyggingu við FNv.


13. Drög að samkomulagi við Búnaðarbanka Íslands hf. vegna Loðskinns hf. rædd. Byggðarráð telur þau óásættanleg og vill að Búnaðarbankinn verði upplýstur þar um.


Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl.1140

 

Margeir Friðriksson, ritari
Snorri Björn Sigurðsson
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað