Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

619. fundur 06. mars 2013 kl. 09:00 - 09:48 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson varaform.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Þorsteinn Tómas Broddason áheyrnarftr.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Umsókn um framlag til girðingar og bílaplans

Málsnúmer 1302141Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Ketukirkju þar sem óskað er eftir framlagi frá Sveitarfélaginu Skagafirði vegna endurnýjunar girðingar umhverfis kirkjugarðinn.

Afgreiðslu erindisins frestað og sveitarstjóra falið að vinna að málinu.

2.Ósk um endurnýjun á leigusamningi

Málsnúmer 1206071Vakta málsnúmer

Erindið áður tekið fyrir á 597. fundi byggðarráðs og þá óskað umsagnar umhverfis- og samgöngunefndar.

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar óskar eftir því að endurnýja leigusamning á svæði því sem sveitarfélagið hefur úthlutað klúbbnum undir starfsemi sína, lóð 209234. Óskað er eftir 25 ára leigusamningi svo klúbburinn geti haldið áfram að byggja upp starfsemi sína til framtíðar. Einnig óskar klúbburinn eftir að fá leyfi til æfinga á eftirfarandi svæðum sem landeigendur hafa gefið samþykki sitt fyrir. Æfingasvæði fyrir ísakstur á Miklavatni í landi Gils (landnúmer 145933), æfingasvæði motocross í landi Kjartanstaðakots (landnúmer 145984), æfingasvæði fyrir enduro í landi Fagragerðis (landnúmer 178658).

Umhverfis- og samgöngunefnd tók erindið fyrir á 83. fundi sínum og bókaði eftirfarandi ?Umhverfis- og samgöngunefnd mælir með endurskoðun og framlengingu leigusamnings til 25 ára en með gagnkvæmu uppsagnarákvæði eftir 5 ár. Nefndin hefur ekki athugasemdir við leyfisveitingu á umbeðnum svæðum til æfingaaksturs.?

Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi til 25 ára með gagnkvæmu uppsagnarákvæði á 5 ára fresti.

3.Hrognkelsaveiðar - bókun bæjarráðs Fjallabyggðar

Málsnúmer 1302216Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi frá stjórn Smábátafélagsins Skalla til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra er varðar reglugerð nr. 106. frá 7. febrúar 2013 um takmörkun veiða, ásamt bókun Bæjarráðs Fjallabyggðar 26. febrúar 2013.

Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar gagnrýnir harðlega framkomnar hugmyndir stjórnvalda um tilhögun grásleppuveiða fyrir árið 2013. Nái þessar tillögur fram að ganga óbreyttar þá er verið að setja í uppnám afkomu grásleppuútgerða í Skagafirði.

Byggðarráð Sveitarfélagins Skagafjarðar fer fram á það við atvinnu- og nýsköpunarráðherra að leggja til hliðar skerðingaráform vegna grásleppuveiða fyrir árið 2013.

4.Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 2013

Málsnúmer 1303080Vakta málsnúmer

Málþing um byggðarmál og svæðasamvinnu, sem fram fer þann 14. mars 2013 á Grand Hótel. Málið var til kynningar.

5.Rekstrarupplýsingar 2012

Málsnúmer 1205003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar, rekstrarupplýsingar fyrir árið 2012.

6.Fundargerðir stjórnar 2013

Málsnúmer 1301012Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 29. janúar 2013 lögð fram til kynningar á 619. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar eins og einstök erindi bera með sér.

Fundi slitið - kl. 09:48.