Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

996. fundur 22. desember 2021 kl. 11:30 - 12:52 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Ingibjörg Huld Þórðardóttir varam.
  • Ólafur Bjarni Haraldsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Sorphreinsun í Skagafirði - útboð 2021 - Efla

Málsnúmer 2011092Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið sátu fundinn fulltrúar umhverfis- og samgöngunefndar; Guðlaugur Skúlason, Sveinn F. Úlfarsson og Steinar Skarphéðinsson auk Hrefnu Jóhannesdóttur oddvita Akrahrepps. Einnig Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs og Valur Valsson verkefnastjóri. Öll tóku þau þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað nema Steinar.
Rætt um framtíðar tilhögun sorpmála í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi og væntanlega könnun hjá íbúum í dreifbýli í Skagafirði um framkvæmd sorphirðu.

2.Útboð trygginga fyrir sveitarfélagið og stofnanir 2021

Málsnúmer 2109140Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað um endanlegar niðurstöður úr útboði trygginga fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð en yfirferð tilboðsgagna er lokið.
Lægstbjóðandi var Vátryggingafélag Íslands og lagt er til að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, VÍS, og felur sveitarstjóra að undirrita tryggingasamning.

3.Allir vinna

Málsnúmer 2112160Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á fjárlaganefnd Alþingis og þingmenn alla að beita sér fyrir framlengingu á átakinu Allir vinna til a.m.k. eins árs. Í verkefninu felst 100% endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði, frístundahúsnæði, mannvirkja í eigu tiltekinna félagasamtaka og bílaviðgerða. Verkefnið hefur skilað auknum umsvifum og atvinnu með afar jákvæðum hætti á mjög mikilvægum tímum heimsfaraldurs kórónuveiru.

4.Félagsheimilið Höfðaborg, fjármál

Málsnúmer 2112135Vakta málsnúmer

Lagt fram ódagsett bréf frá húsnefnd Félagsheimilisins Höfðaborgar, móttekið 14. desember 2021, varðandi fjármál félagsheimilisins og tekjutap vegna viðvarandi samkomutakmarkana.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kalla eftir nánari upplýsingum.

5.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana

Málsnúmer 2112139Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. desember 2021, þar sem umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 232/2021, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fiskeldi, lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir og lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana (leyfisveiting til bráðabirgða)". Umsagnarfrestur er til og með 05.01.2022.

6.Ársskýrsla Persónuverndar 2020

Málsnúmer 2112145Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 16. desember 2021 frá Persónuvernd, þar sem kynnt er að ársskýrsla Persónuverndar 2020 sé komin út og hana að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Í ársskýrslunni má meðal annars finna tölfræðilegar upplýsingar og ýmsan fróðleik um hlutverk og starfsemi Persónuverndar, auk formála forstjóra, þar sem farið er yfir helstu verkefni og það sem efst var á baugi á árinu. Þar er jafnframt að finna helstu verkefni Persónuverndar vegna COVID-19 árið 2020.

Fundi slitið - kl. 12:52.