Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

984. fundur 07. október 2021 kl. 09:00 - 09:37 Hótel Nordica í Reykjavík
Nefndarmenn
  • Gísli Sigurðsson formaður
  • Stefán Vagn Stefánsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam.
  • Bjarni Jónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdaráð - málefni fatlaðs fólks

Málsnúmer 2109245Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi bókun frá 293. fundi félags- og tómstundanefndar þann 29. september 2021:
"Framkvæmdaráð er ráð sem starfar í samræmi við lög um málefni fatlaðs fólks og samstarfssamning sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Í ráðinu sitja oddvitar eða framkvæmdastjórar sveitarfélaganna. Búið er að halda einn fund í ráðinu. Ráðið hefur fyrst og fremst stefnumótandi hlutverk, m.a. í húsnæðismálum sem og yfirstjórn reksturs í þjónustu við fatlað fólk. Meðfylgjandi er fundargerð fyrsta fundar ráðsins. Nefndin ítrekar mikilvægi 3. liðar fundargerðarinnar þar sem fjallað er um húsnæðismál fatlaðs fólks á Blönduósi og Sauðárkróki og beinir því til byggðarráðs að taka þessi mál til umræðu og hefja jafnframt viðræður við sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu um uppbyggingu búsetukjarna á Blönduósi og á Sauðárkróki."
Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að senda bréf til sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og Akrahrepps um stofnun nýrrar húsnæðisstjárfseignarstofnunar vegna þessa verkefenis.

2.Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 2109379Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 30. september 2021 varðandi húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki.Óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.
Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndina.

3.24. unglingalandsmót UMFÍ 2023

Málsnúmer 2110015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 2. september 2021 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar varðandi áframhaldandi stuðning vegna umsóknar til Ungmennafélags Íslands um að halda 24. Unglingalandsmót UMFÍ hér í Skagafirði árið 2023.árið 2023
Byggðarráð samþykkir að styðja UMSS til þess að halda landsmótið árið 2023.

Fundi slitið - kl. 09:37.