Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

918. fundur 10. júní 2020 kl. 11:30 - 12:17 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Kristín Jónsdóttir. ritari
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Umsókn um rekstur - sundlaugin á Sólgörðum

Málsnúmer 2006036Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn dagsett 2. júní 2020 frá Sótahnjúk ehf. um rekstur sundlaugarinnar á Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð tekur jákvætt í umsóknina og felur sveitarstjóra að boða forsvarsmenn á næsta fund ráðsins til viðræðna.

2.Erindi vegna vararafstöðvar við Miðgarð

Málsnúmer 2006057Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 3. júní 2020 frá Öryggisfjarskiptum ehf. þar sem óskað er eftir því að fá að staðsetja forsmíðað smáhýsi undir vararafstöð við suðurgafl Miðgarðs - menningarhúss, til þess að raffæða farsímasenda sem eru í Miðgarði og leggja nauðsynlegar raflagnir þar að lútandi.
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að heimila framkvæmdina og vísar erindinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

3.Geitagerði 2 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2006026Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur úr máli 2005118 hjá sýslumannsembætti Norðurlands vestra. Með umsókn dagsettri 26.05.2020. sækir Gústaf Gústafsson, f.h. Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf., kt. 480520-0250, um leyfi til að reka gististað í flokki II, 8 íbúðir að Geitagerði 2, 551 Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

4.Samráð; Drög að reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða

Málsnúmer 2006011Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. maí 2020 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 111/2020, "Drög að reglugerð um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða". Umsagnarfrestur er til og með 18.06.2020.

5.Samráð; Reglugerð um neyslurými

Málsnúmer 2006030Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. júní 2020 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 112/2020, "Reglugerð um neyslurými". Umsagnarfrestur er til og með 30.06.2020.

Fundi slitið - kl. 12:17.