Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

476. fundur 19. maí 2009 kl. 13:00 - 15:02 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Breyting á samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum og ráðum - kjörstjórn.

Málsnúmer 0904017Vakta málsnúmer

Lögð fram svohljóðandi tillaga að breytingu á samþykkt um kjör fulltrúa í nefndum og ráðum er snýr að kjörstjórnum:
"Laun vegna vinnu í yfirkjörstjórn á kjördegi og í aðdraganda kosninga er greidd eftir fjölda unninna klukkustunda, þar með talin fundarseta. Greidd er yfirvinna skv. launatöflu Kjalar lfl. 130-5 og 13,04% orlof. Formaður yfirkjörstjórnar fær 50% álag. Auk þess fær yfirkjörstjórn greitt fyrir fundi til undirbúnings kosningum skv. gr. 12. Laun vegna vinnu í undirkjörstjórnum á kjördegi og í aðdraganda kosninga er greidd eftir fjölda unninna klukkustunda. Greidd er yfirvinna skv. Launatöflu Kjalar lf. 122-5 og 13,04% orlof. Auk þess fá undirkjörstjórnir greitt fyrir fundi skv. gr. 12 komi til þess að þær þurfi einnig að funda vegna undirbúnings kosninga. Aðrir starfsmenn fá greitt fyrir vinnu á kjördegi eftir fjölda unninna klukkustunda. Greidd er yfirvinna skv. launatöflu Kjalar lf. 122-5 og 13,04% orlof."
Greinargerð :
Við breytingar á samþykkt um kjör fullltrúa í nefndum og ráðum sem samþykktar voru í lok árs 2006 lækkuðu laun kjörstjórnafulltrúa en þau höfðu verið um skeið töluvert hærri en tíðkaðist annars staðar. Samanburður nú við laun sem greidd eru fyrir vinnu í kjörstjórnum í nágrannasveitarfélögum okkar leiðir hins vegar í ljós að við breytinguna hefur myndast ósamræmi á hinn veginn og eru laun fyrir þessa vinnu orðin eitthvað lægri hér en í nágrannasveitarfélögum okkar eftir þá leiðréttingu sem gerð var. Breytingatillagan sem hér liggur fyrir leitast við að samræma laun sem greidd eru fyrir þessi störf hér við laun sem greidd eru í öðrum
sveitarfélögum í kringum okkur. Eftir breytingu yrðu laun kjörstjórnafólks og starfsmanna hér þau sömu og greidd eru á Akureyri fyrir sömu störf.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og að breytingin taki til vinnu vegna nýafstaðinna Alþingiskosninga.

2.Víðigrund 5 Húsfélag - umsókn um rekstrarstyrk 2009

Málsnúmer 0905009Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Húsfélaginu Víðigrund 5 (Oddfellow reglunni)um styrk til greiðslu fasteignaskatts skv. 2.mgr, 5.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Byggðarráð samþykkir í ljósi fyrirliggjandi gagna og með vísan til reglna sveitarfélagsins að fella niður 70% af álögðum fasteignaskatti ársins 2009 af fastanúmeri 213-2365.

3.Byggðastofnun- Ársfundur 2009

Málsnúmer 0905047Vakta málsnúmer

Lagt fram ársfundarboð Byggðastofnunar 20. maí 2009.
Byggðarráð samþykkir að þeir byggðarráðsfulltrúar sem sjá sér fært sæki fundinn.

4.Trúnaðarmál

Málsnúmer 0904020Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

5.Meðferð og afgreiðsla ársreikninga sveitarfélaga 2008

Málsnúmer 0905041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Samgönguráðuneytinu varðandi meðferð og afgreiðslu ársreiknings sveitarfélaga.

6.Ársreikningur Heiðadeildar Blöndu og Svartár 2008

Málsnúmer 0905014Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Heiðadeildar Blöndu og Svartár 2008.

7.Samkomulag um niðurfellingu eða afslátt af hafnargjöldum

Málsnúmer 0905033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Landhelgisgæslu Íslands varðandi ósk um samkomulag um niðurfellingu eða afslátt af hafnargjöldum.

Fundi slitið - kl. 15:02.