Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

893. fundur 09. desember 2019 kl. 08:30 - 09:06 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Laufey Kristín Skúladóttir
  • Jóhanna Ey Harðardóttir
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2020 - 2024

Málsnúmer 1908008Vakta málsnúmer

Lögð fram fjárhagsáætlun 2020-2024 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina og vísar henni til sveitarstjórnar til síðari umræðu.

2.Uppsögn leigusamnings Laugarból 146191 (Steinsstaðir)

Málsnúmer 1909025Vakta málsnúmer

Lögð fram uppsögn Helga Friðrikssonar á 7,5 hektara landspildu úr landi jarðarinnar Laugarbóli, dagsett 1. ágúst 2019.
Byggðarráð samþykkir uppsögnina.

3.Umsagnarbeiðni; frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, öldungaráð

Málsnúmer 1912024Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2019 frá nefndasviði Alþingis þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (öldungaráð), 383. mál.

4.Samráð; Áform um frumvarp til laga um mannanöfn

Málsnúmer 1912003Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. nóvember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 297/2019, "Áform um frumvarp til laga um mannanöfn". Umsagnarfrestur er til og með 13.12. 2019.

5.Samráð; Áform um lagasetningu - breyting á áfengislögum

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. nóvember 2019 þar sem dómsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 296/2019, "Áform um lagasetningu - breyting á áfengislögum". Umsagnarfrestur er til og með 13.12. 2019.

6.Samráð; Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni

Málsnúmer 1912025Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 4. desember 2019 þar sem félagsmálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 295/2019, "Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018". Umsagnarfrestur er til og með 16.12. 2019.

7.Samráð; Drög að reglugerð um alþjónustu á sviði póstþjónustu

Málsnúmer 1912056Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. desember 2019 þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 300/2019, "Drög að reglugerð um alþjónustu á sviði póstþjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 16.12. 2019.

Fundi slitið - kl. 09:06.