Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

53. fundur 27. maí 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar

Fundur  53 – 27.05. 1999

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 27. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1000.

            Mætt voru: Páll Kolbeinsson, Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Bréf frá Örnefnanefnd.
  2. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
  3. Bréf frá Sýslumanni vegna veitingaleyfi Sólvík.
  4. Bréf frá Sýslumanni vegna veitingaleyfi Áskaffi.
  5. Bréf frá Sýslumanni vegna gistinga-og veitingaleyfi í Bændaskólanum á Hólum.
  6. Viðræður við Þórólf Gíslason.
  7. Starfsmannamál.

 

AFGREIÐSLUR:

 

1. Lagt fram bréf til kynningar frá Örnefnanefnd dags. 11. maí 1999, varðandi örnefnin  Viðvíkurfjall eða Ásgeirsbrekkufjall.  Örnefnanefnd sér ekki tilefni til breytinga.  Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við efni bréfsins.

 

2. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 21. maí 1999, þar sem tilkynnt er um lánveitingu úr sjóðnum að upphæð 40 milljónir.  

 

3. Lagt fram bréf frá Sýslumanni dags. 19. maí 1999, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Dagmar Þorvaldsdóttur fh. Gilsbakka ehf. um leyfi til reksturs veitingastofu í Sólvík, Hofsósi.  Byggðarráð mælir með því að leyfið sé veitt.

 

4. Lagt fram bréf frá Sýslumanni dags. 19. maí 1999 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ásdísar Sigurjónsdóttur um endunýjun á leyfi til reksturs veitingastofu, Áskaffi í Glaumbæ.  Byggðarráð mælir með því að leyfið sé veitt.

 

5. Lagt fram bréf frá Sýslumanni dags. 26. maí 1999, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Jóns Bjarnasonar fh. Ferðaþjónustunnar á Hólum í Hjaltadal um endurnýjun á leyfi til reksturs gistiheimilis og veitingastofu í húsnæði Bændaskólans á Hólum.  Byggðarráð mælir með því að leyfið sé veitt.

 

6. Á fundinn mætti Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.  Gerði hann grein fyrir afstöðu K.S. til ýmissa þátta í atvinnumálum.

 

7. Rætt um starfsmannamál.

 

Fleira ekki gert.  Fundargerðin upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                                            Kristín Bjarnad., ritari

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Páll Kolbeinsson

Ingibjörg Hafstað