Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

36. fundur 04. febrúar 1999 kl. 10:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  36 – 04.02.99

 

            Ár 1999, fimmtudaginn 4. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 10.00.

            Mætt voru: Herdís Á. Sæmundard., Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga.
  2. Bréf frá Stefáni Gíslasyni.
  3. Bréf frá Aðalsteini Eiríkssyni.
  4. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  5. Fundargerð Starfskjaranefndar 27. jan.
  6. Bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi.
  7. Bréf frá SÍS.
  8. Bréf frá Slysavarnarfélagi Íslands.
  9. Bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu.
  10. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  11. Bréf frá Skagfirðingasveit.
  12. Bréf frá Björgunarsveitunum.
  13. Viðræður við Valgeir Þorvaldsson.
  14. Fjárhagsáætlun 1999.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga dags. 25.01.1999, varðandi umsókn um árlegt fjárframleg næstu 5 ár að upphæð kr. 1.500.000.- til kortagerðar af heimalöndum jarða í Skagafjarðarsýslu.  Í fyrsta sinn árið 1999.  Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar auk landbúnaðarnefndar.


2. Lagt fram bréf frá Stefáni Gíslasyni um kaup á neðri hæð íbúðarhússins Norðurbrún 9 í Varmahlíð.  Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samningaviðræðna við Stefán Gíslason.


3. Lagt fram bréf frá Aðalsteini Eiríkssyni dags. 29. jan., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið taki afstöðu til þess hvort það neyti forkaupsréttar á jörðinni Villinganesi í Lýtingsstaðahreppi.  Byggðarráð samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar.


4. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dags. 29. jan. 1999 þar sem samþ. er að veita sveitarstjórninni frest til 1. mars n.k. að ljúka afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 1999.


5. Lögð fram fundargerð starfskjaranefndar frá 27. jan. sl. og rætt um námskeiðsframkvæmd ófaglærðra starfsmanna á leikskólum.  Byggðarráð samþykkir fundargerðina og að launaflokka hækkun framangreindra starfsmanna taki gildi 1. júní 1998.  Starfskjaranefnd boðar form. starfsm.fél. Skagafjarðar á fund til þess að ræða námskeiðahald og annað.  Ingibjörg Hafstað situr hjá við þessa afgreiðslu.


6. Lagt fram bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi dags. 11. janúar 1999.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.


7. Lagt fram bréf frá Samb.ísl.sveitarfél. dags. 20. jan. 1999, um að í auglýsingum frá sveitarstj. komi fram eftir hvaða kjarasamningum laun eru greidd og hverrar menntunar er krafist.


8. Lagt fram bréf frá Slysavarnarfél. Íslands dags. 22.01.1999, varðandi beiðni um styrk vegna ráðstefnu um öryggi í umhverfinu.  Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.


9. Lagt fram bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu dags. 22. jan. 1999, varðandi bréf Jóns H. Arnljótssonar um innheimtu fjallskilagjalda í Skagafirði árið 1998.  Arfit bréfsins sent landbúnaðarnefnd til kynningar.


10. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu dags. 22. janúar 1999 um tillögu að úthlutun stofnframlaga á árinu 1999 til framkvæmda við grunnskóla í sveitarfélögum sem hafa fleiri en 2000 íbúa.  Tillagan hljóðar upp á að stofnframlag verði kr. 12.000.000.- vegna áætlaðra framkvæmda á árinu 1999.


11. Lagt fram bréf frá Björgunarsv. Skagfirðingasveit dags. 29. jan. 1999, varðandi styrkbeiðni vegna stækkunar húsnæðis sveitarinnar að Borgarröst 1, Sauðárkróki.  Beiðninni vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.


12. Lagt fram bréf frá Flugbj.sv. í Varmahlíð, björgunarsveitunum Skagfirðingasveit og Gretti, dags. 29. janúar 1999 um rekstrarstyrk á árinu 1999.  Beiðninni vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.


13. Viðræður við Valgeir Þorvaldsson.  Valgeir Þorvaldsson kynnti ný verkefni sem tengjast uppbyggingu og markaðssetningu á Vesturfarasetrinu Hofsósi og árinu 2000.


14. Rætt um fjárhagsáætlun 1999.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið.

 

Elinborg Hilmarsdóttir                                              Margeir Friðriksson, ritari.

Gísli Gunnarsson

Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson

Herdís Á. Sæmundard.