Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

20. fundur 12. október 1998 kl. 11:30 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  20 – 12.10.98

 

            Ár 1998, mánudaginn 12. október, kom Byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 11,30.

            Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir og Ingibjörg Hafstað, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Kjaramál grunnskólakennara.
  2. Bréf frá Skipulagsstofnun.
  3. Samningur við Arkitekt Árna.
  4. Bréf frá  Agli Erni Arnarsyni.
  5. Bréf frá Fornleifastofnun Íslands.
  6. Bréf frá Brunamálastofnun ríkisins.
  7. Aðalfundur Vöku ehf.
  8. Bréf frá stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra.
  9. Tillaga.

 

Afgreiðslur:

1. Rætt um kjaramál grunnskólakennara og ákveðið að gera kennurum tilboð sem lagt verður fram á fundi með fulltr. kennara síðar í dag.

 

2. Lagt fram bréf frá Skipulagsstofunun, dags. 11. sept. sl. Í bréfinu er fjallað um uppgjör við ráðgjafa svæðisskipulags Skagafjarðar. Leggur Skipulagsstofnun til að fallist verði á greiðslu viðbótarkostnaðar að upphæð kr. 755.000 til Lendis. Er hlutur heimaaðila þar af 50%.

Byggðarráð samþykkir að fallast á tillögu Skipulagsstofnunar.

 
3. Lagður fram þjónustusamningur um skipulagsvinnu og ráðgjöf við Arkitekt Árna. Er samningurinn 12 greinar.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti samninginn.

 
4. Lagt fram bréf frá Agli Erni Arnarsyni, dags. 30. sept. sl. Í bréfinu er farið fram á að sveitarfélagið styrki forvarnartónleika á Hofsósi þ. 31. okt. n.k. með kr. 450.000.

Mætti Egill Örn á fundinn og skýrði málið.

Afgreiðslu frestað til n.k. fimmtudags.

 
5. Lagt fram bréf frá Fornleifastofnun Íslands, dags. 17. sept. sl. Í bréfinu er athygli sveitarstjóra vakin á mikilvægi fornleifaskráningar.

 
6. Lagt fram bréf frá Brunamálastofnun ríkisins, dags. 30. sept. sl. Í bréfinu eru sveitarstjórnir hvattar til að gera metnaðarfullar kröfur til gæða við endurnýjun slökkvibifreiða og slökkvibúnaðar.

 

7. Sveitarstjóri gerði grein fyrir aðalfundi Vöku ehf, sem haldinn var 7. október sl.


8. Lagt fram bréf frá stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, dags. 28. sept. sl., þar sem óskað er eftir því að fulltrúar Umhverfisráðuneytis og stjórnar sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði komi saman til fundar ásamt stjórn Náttúrustofu, um skipan mála.

Byggðarráð samþykkir að byggðarráð mæti til fundarins.

 

9. Byggðarráð samþykkir að leggja til að á næsta sveitarstjórnarfundi verði kosnir tveir fulltrúar í hússtjórn húsfélagsins að Skagfirðingabraut 17-21.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Herdís Á. Sæmundard.                      Snorri Björn Sigurðsson

Gísli Gunnarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað