Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

16. fundur 03. september 1998 kl. 08:00 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Byggðarráð 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur  16 – 03.09.98

 
  Ár 1998, fimmtudaginn 3. september, kom Byggðarráð saman til fundar á skrif­stofu sveitarfélagsins kl. 800.

Mættir voru; Gísli Gunnarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson og Herdís Sæmundardóttir, auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Bréf frá FSNV.
  2. Bréf frá  Ferðaþjónustunni, Lónkoti.
  3. Bréf frá Sjávarleðri.
  4. Bréf frá Íslandspósti.
  5. Bréf frá Lögmannsstofunni, Ármúla 26.
  6. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
  7. Bréf frá Örnefnanefnd.
  8. Bréf frá íbúum við Hlíðarstíg.
  9. Bréf frá SH endurskoðun og fleirum.
  10. Bréf frá Sýslumanni á Sauðárkróki.
  11. Bréf frá Element Skynjaratækni hf.
  12. Bréf frá Guðbrandi Þorkeli Guðbrandssyni.
  13. Framlenging leyfa til áfengisveitinga.
  14. Starfslokasamningur við Björn Sigurbjörnsson.
  15. Starfslokasamningur við Björn Björnsson.
  16. Ársreikningar sveitarsjóðs Seyluhrepps og Hitaveitu Seyluhrepps 1997.
  17. Nefndalaun.
  18. Viðræður við stjórn Vöku hf.
  19. Viðræður við Kristján Jónsson.
  20. Tillaga um ráðningu þjónustufulltrúa.
  21. Tillaga um að auglýsa starf framkv.stj. fjármála og stjórnsýslu o.fl. störf.
  22. Ráðningarsamningur við sveitarstjóra.
  23. Fundarboð á stofnfund Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga.
  24. Fundarboð á aðalfund Höfða ehf.

 

Afgreiðslur:

1. Lagt fram bréf frá skipulagsstjóra Farskóla Norðurlands vestra, Önnu Kr. Gunnarsdóttur, varðandi rekstur skólans.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir viðræðum við skipulagsstjóra skólans um málið.

 

2. Lagt fram bréf frá Ólafi Jónssyni f.h. Ferðaþjónustunnar, Lónkoti, þar sem óskað er eftir 50 þús. kr. styrk vegna tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Tjaldi galdra­mannsins þann 13. sept. n.k.

Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið með 25 þús. kr.

 

3. Lagt fram bréf frá Sjávarleðri hf, þar sem óskað er eftir að Sveitarstjórn veiti ábyrgð vegna yfirdráttarheimildar í Búnaðarbanka Íslands að upphæð kr. 4.000.000.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir fundi með framkv.stjóra fyrirtækisins, Friðrik Jónssyni, vegna málsins.


4. Lagt fram bréf frá Íslandspósti hf, sem er svar við áskorun Sameinaðs sv.félags í Skaga­firði um bætta póstþjónustu í Skagafirði.

 

5. Lagt fram bréf frá Lögmannsstofunni Ármúla 26, varðandi deilur um sölu á landi í Viðvíkurhreppi.

Sveitarstjóra falið að kanna málið nánar.

 

6. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu varðandi kostnaðarþátttöku Jöfnunarsjóðs í framkvæmdum við byggingu leikskóla í Varmahlíð.

 

7. Lagt fram bréf frá Örnefnanefnd, þar sem tilkynnt er að nefndin mæli ekki með nafninu Skagafjörður á sameinað sveitarfélag í Skagafirði.

Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við Örnefnanefnd að hún endurskoði afstöðu sína gagnvart nafninu Skagafjörður sem nafni sveitarfélagsins.

 

8. Lagt fram bréf frá íbúum við Hlíðarstíg varðandi vandamál í umferð um götuna, ásamt tillögum til úrbóta.

Byggðarráð vísar erindinu til Umhverfis- og tækninefndar.

 

9. Lagt fram bréf frá SH endurskoðun, Endurskoðun Deloitte & Touche og Sigurði P. Haukssyni, lögg. endurskoðanda, varðandi stofnun endurskoðunarskrifstofu á Sauðárkr.

 

10. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki ásamt umsókn Guðmundar Tómas­sonar um endurnýjun á leyfi fyrir gistiheimili, veitingahúsi og skemmtistað á Hótel Mælifelli, Aðalgötu 7.

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að umbeðið leyfi verði veitt.

 

11. Lagt fram bréf frá Element Skynjaratækni hf varðandi upplýsingakerfi.

 

12. Lagt fram bréf frá Guðbr. Þorkeli Guðbrandssyni varðandi girðingu á lóðarmörkum Grundarstígs 3 og leikskólans Glaðheima.

Byggðarráð vísar erindinu til Umhverfis- og tækninefndar.

 

13. Lagt fram bréf frá Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra, þar sem fram kemur að ekki eru gerðar athugasemdir við framlengingu leyfa til áfengisveitinga fram að gildistöku nýrrar reglugerðar vegna nýrra áfengislaga.

Byggðarráð samþykkir því að framlengja vínveitingaleyfi, sem samþykkt voru þann 28. júlí sl., um einn mánuð þar eð reglugerð við áfengislög nr. 75/1998 hefur ekki enn verið gefin út.

 

14. Lagður fram starfslokasamningur við Björn Sigurbjörnsson, fyrrv. skólastjóra Gagn­fræðaskóla Sauðárkróks.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

 

15. Lagður fram starfslokasamningur við Björn Björnsson, fyrrv. skólastjóra Barnaskóla Sauðárkróks.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

 
16. Lagður fram ársreikningur sveitarsjóðs Seyluhrepps og Hitaveitu Seyluhrepps fyrir árið 1997.

Byggðarráð samþykkir að vísa ársreikningnum til síðari umræðu í Sveitarstjórn.


17. Tillaga um nefndalaun, sem vísað var frá Sveitarstjórn 18. ágúst sl., tekin fyrir og samþykkt óbreytt. Ingibjörg Hafstað situr hjá við afgreiðslu þessa liðar.

 
18. Á fundinn komu Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Vöku hf og Sigríður B. Gísladóttir, framkv.stjóri fyrirtækisins. Gerðu þær, ásamt Snorra Birni Sigurðssyni, sem er form. stjórnar Vöku hf, grein fyrir málefnum fyrirtækisins, en starfsemi þessi var hætt þann 31. ágúst sl.

 

19. Á fundinn kom Kristján Jónasson, lögg. endurskoðandi hjá KPMG endurskoðun hf.

Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við KPMG endurskoðun hf um endurskoðun fyrir sameinað sveitarfélag í Skagafirði.

 

20. Lögð var fram svohljóðandi tillaga:

Byggðarráð samþykkir að ráðnir verði þjónustufulltrúar með aðsetur á eftirtöldum stöðum; í Fljótum, á Hofsósi, í Varmahlíð, í Steinsstaðabyggð og á Skaga. Ráðið verði í þessi störf til eins árs en að þeim tíma liðnum verði þetta fyrirkomulag tekið til endurskoðunar.

Var tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 4 samhlj. atkvæðum.

Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún telji eðlilegt að þessi störf verði auglýst.

 

21. Lögð var fram svohljóðandi tillaga:

Byggðarráð samþykkir að auglýsa starf framkvæmdastjóra fjármála og stjórnsýslu. Jafnframt verði auglýstar stöður bókara, ritara og við launaútreikning.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

 

22. Lagður var fram ráðningarsamningur við Snorra Björn Sigurðsson, sveitarstjóra.

Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa.

 

23. Lagt fram fundarboð á stofnfund Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga, en hann verður haldinn í Reykjavík 7. september n.k.

Byggðarráð samþykkir að forseti sveitarstjórnar sæki fundinn.

 

24. Lagt fram fundarboð á aðalfund Höfða ehf, en hann verður haldinn á Hofsósi 11. sept. n.k.

Byggðarráð samþ. að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkv. sveitarfélagsins á fundinum.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Gísli Gunnarsson                   Elsa Jónsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir

Ingibjörg Hafstað

Páll Kolbeinsson

Herdís Á. Sæmundard.