Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

7. fundur 08. júlí 1998 kl. 10:00 Stjórnsýsluhús

Byggðarráð Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 7 – 08.07.98

 

    Ár 1998, miðvikudaginn 8. júlí, kom Byggðarráð saman til fundar í Stjórn­sýsluhúsinu kl. 10,00. Mættir voru; Páll Kolbeinsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Gísli Gunnarsson og Stefán Guðmundsson, auk sveitarstjóra Snorra B. Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Starfslok skólastjóra.
  2. Bréf frá PriceWaterHouseCoopers.
  3. Bréf frá Heiðari Björnssyni.
  4. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
  5. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti varðandi ný sveitarstjórnarlög.
  6. Erindi v/leyfisgjöld af leitarhundum.
  7. Málefni Loðskinns hf.
  8. Bréf frá Félagsmálastjóra, G. Ingim.dóttur.
  9. Kjaramál.
  10. Samþykkt.

 

Afgreiðslur:

1. Sveitarstjóri kynnti hugmyndir að starfslokasamningum við fyrrverandi skóla­stjóra Barna- og Gagnfræðaskóla Skr.
Byggðarráð tekur jákvætt í þær hugmyndir og felur sveitarstjóra að vinna að málinu áfram.
 
2. Lagt fram bréf frá PriceWaterHouseCoopers, þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt.

3. Lagt fram bréf frá Heiðari Björnssyni, þar sem óskað er eftir leyfi til að vera með sölu úr pylsuvagni í Varmahlíð.

Afgreiðslu frestað.

4. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem bent er á nokkur atriði í Samþykktum um stjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði og fundarsköp sveit­arstjórnar, sem þarfnast lagfæringar áður en af staðfestingu ráðuneytisins getur orðið.

Farið var yfir þessi atriði og samþykkt að lagfæra þau samkv. ábendingum ráðuneytisins.

5. Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, þar sem sérstaklega er bent á nýmæli í nýjum sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998.

6. Sveitarstjóri kynnti umsóknir um niðurfellingu hundaskatts af viðurkenndum leitarhundum.

Byggðarráð samþykkir að verða við erindinu.

7. Rætt um málefni Loðskinns h.f.

8. Lagt fram bréf frá félagsmálastjóra, Guðbjörgu Ingimundardóttur, varðandi Valgreinanámskeið fyrir ófaglært starfsfólk á leikskólum.

Afgreiðslu frestað.

9. Sveitarstjóri kynnti viðræður við forstöðumann og vaktstjóra í Sundlaug Sauðár­króks varðandi kjaramál.

Byggðarráð ræddi málið og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulagi við umrædda aðila.

10. Kynnt samþykkt varðandi jörðina Skarðsá í Skagafirði.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Páll Kolbeinsson                   Elsa Jónsdóttir, ritari

Elinborg Hilmarsdóttir          Snorri Björn Sigurðsson

Ingibjörg Hafstað

Gísli Gunnarsson

Stefán Guðmundsson