Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

761. fundur 20. október 2016 kl. 09:00 - 11:22 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Bjarni Jónsson (Vg), aðalmaður gat ekki setið fundinn og ekki heldur Hildur Þóra Magnúsdóttir varamaður hans.
Í upphafi fundar var samþykkt að Björg Baldursdóttir (Vg) fengi að sitja fundinn.

Byggðarráð samþykkti í upphafi fundar að taka mál nr. 1610199 á dagskrá með afbrigðum.

1.Umsókn um stofnframlag til leiguíbúða

Málsnúmer 1610157Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn frá Skagfirskum leiguíbúðum hses., dagsett 14. október 2016 um stofnframlag og viðbótarframlag frá Sveitarafélaginu Skagafirði til byggingar átta leiguíbúða sbr. lög um almennar íbúðir nr. 52/2016.

Byggðarráð samþykkir að leggja fram stofnframlag til Skagfirskra leiguíbúða hses. til byggingar tveggja fjölbýlishúsa, samtals átta íbúðir, í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um almennar íbúðir nr. 52/2016.

2.Tilnefning fulltrúa - kjörstjórnir

Málsnúmer 1610016Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á kjörstjórnum í sveitarafélaginu:



Kjörstjórn á Steinsstöðum:

Valgerður Inga Kjartansdóttir, aðalmaður færist úr kjörstjórn í Varmahlíð í kjörstjórn á Steinsstöðum.



Kjörstjórn í Varmahlíð:

Ásdís S. Sigurjónsdóttir, aðalmaður í stað Sigurðar Haraldssonar.



Kjörstórn á Hofsósi:

Eiríkur F. Arnarsson, varamaður í stað Védísar Árnadóttur sem er flutt úr héraði.



Kjörstjórn á Hólum:

Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, varmaður í stað Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur, sem er flutt burt.



Kjörstórn á Skaga:

Guðrún Halldóra Björnsdóttir, aðalmaður í stað Jóns S. Stefánssonar.

3.Leikvöllur milli Hólavegar og Hólmagrundar

Málsnúmer 1610084Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 2. október 2016 frá áhugasömum íbúum í syðri bænum á Sauðárkróki, sem vilja að sveitarfélagið endurgeri leikvöll á lóð milli Hólmagrundar og Hólavegs og komi þar upp leiktækjum að nýju.

Byggðarráð þakkar erindið og áhugann. Byggðarráð mun taka erindið inn í vinnu að framtíðarskipulagi opinna svæða á Sauðárkróki.

4.Sérstakt strandveiðigjald til hafna

Málsnúmer 1610142Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. október 2016 frá Fiskistofu þar sem fram kemur að stofnunin innheimti sérstakt gjald af strandveiðibátum tímabilið 1. maí ? 31. ágúst 2016. Til Skagafjarðahafna renna samtals 589.196 kr. vegna þessa.

5.Beiðni um styrk

Málsnúmer 1610199Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Finni B. Sigurbjörnssyni, ódagsett en móttekið 17. október 2016, varðandi ferðastyrk.

Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu, en bendir á að í vinnu við byggðaáætlun sem Byggðastofnun stýrir eru þessi mál til athugunar.

6.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks á Norðurl. vestra

Málsnúmer 1610152Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð samráðshóps um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra frá 12. október 2016. Svohljóðandi bókun var samþykkt:

„Starfshópur um samstarf í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem starfar eftir gr. 11.7 í samstarfssamningi sveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk árið 2016 leggur til við aðildarsveitarfélög samningsins að hann verði endurnýjaður. Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag og veiti fötluðu fólki, sem á lögheimili í aðildarsveitarfélögunum, þjónustu samkvæmt samningi. Starfshópurinn leggur til að gildistími samnings verði þrjú ár.“

Einnig samþykkti samráðshópurinn að óska eftir því við velferðarráðuneytið að veitt verði undanþága frá ákvæði laga nr. 59/1992 um 8000 íbúa lágmarks viðmið samkvæmt 2. og 3. mgr. 4. gr. fyrrnefndra laga um málefni fatlaðs fólks. Óskað var eftir að undanþágan verði ótímabundin.



Byggðarráð samþykkir ofangreinda tillögu um að Sveitarfélagið Skagafjörður verði áfram leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra og vísar tillögunni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðarráð samþykkir einnig að fela Grétu Sjöfn Guðmundsdóttur að gera drög að samstarfssamningi sveitarfélaganna og leggja fyrir samráðshópinn.



Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 1610205Vakta málsnúmer

Sjá trúnaðarbók.

8.Hækkun á mótframlagi launagreiðenda í A-deild LSR nr 660

Málsnúmer 1610172Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ódagsett bréf, móttekið 17. október 2016 frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins þar sem tilkynnt er um að stjórn sjóðsins hafi tekið ákvörðun um að iðgjald launagreiðenda hækki um næstu áramót úr 11,5% í 15,1%. Samanlagt iðgjald sjóðfélaga og launagreiðenda verður þá 19,1%.

Fundi slitið - kl. 11:22.