Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

717. fundur 12. nóvember 2015 kl. 09:00 - 10:52 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1507090Vakta málsnúmer

Farið yfir gögn og upplýsingar vegna fjárhagsáætlunar 2016.

2.Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

Málsnúmer 1211151Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið komu á fundinn Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingafulltrúi, Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri, Gunnar Guðni Tómasson formaður hættumatsnefndar Skagafjarðar og Eiríkur Gíslason verkfræðingur á Veðurstofu Íslands og kynntu fyrir ráðinu tillögu hættumatsnefndar Skagafjarðar á mati á hættu vegna ofanflóða á Sauðárkróki. Tillagan verður einnig kynnt á opnum fundi á Kaffi Krók í dag, fimmtudaginn 12. nóvember 2015. Hættumatsnefnd mun síðan leggja tillöguna fyrir umhverfisráðherra til formlegrar samþykktar og skal sveitarstjórn gera áætlun um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á hættusvæðum innan sex mánaða frá staðfestingunni.

3.Áskorun til þingmanna og ráðherra frá Landshlutasamtökum

Málsnúmer 1511089Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar áskorun til þingmanna og ráðherra frá öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga, um að tryggja við gerð fjárlaga fyrir árið 2016 verði aukin framlög til eftirtalinna málaflokka sem allir eru gríðarlega mikilvægir fyrir byggðaþróun til framtíðar: Þjónusta við fatlað fólk, samningar um Sóknaráætlun, samgöngumál (nýframkvæmdir, viðhald og þjónusta), almenningssamgöngur og ljósleiðaravæðing.

4.Bjarnargil 146787 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1511031Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 5. nóvember 2015 frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigurbjargar Bjarnadóttur, kt. 020148-3149 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna að Bjarnargili, kt. 660594-2139, 570 Fljót. Gististaður, flokkur III. Forsvarsmaður er Sigurbjörg Bjarnadóttir.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

5.Lónkot-Sveitasetur - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1511006Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 2. nóvember 2015 frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi fyrir Lónkot-Sveitasetur ehf., kt. 461015-0260, 566 Hofsós. Gististaður, flokkur II og veitingastaður, flokkur II. Forsvarsmaður er Júlía Þ. Jónsdóttir, kt. 221182-4489.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

6.Varmahlíð 146115 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1509332Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 27. júlí 2015 frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kaupfélags Skagfirðinga, Varmahlíð, kt. 680169-5009, 560 Varmahlíð, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastofu. Veitingastaður, flokkur II. Forsvarsmaður er Pétur Stefánsson.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Styrkumsókn - Snorraverkefnið 2016

Málsnúmer 1511047Vakta málsnúmer

Lögð fram styrkbeiðni dagsett 30. október 2015 frá stjórn Snorrasjóðs, vegna Snorraverkefnisins sumarið 2016. Verkefnið er rekið af Þjóðræknifélagi Íslendinga og Norræna félaginu á Íslandi og lýtur að því að veita ungu fólki á aldrinum 18-28 ára, af íslenskum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum á Íslandi í 6 vikna sumarverkefni.
Byggðarráð þakkar erindið, en getur ekki orðið við styrkbeiðninni.

8.Gjaldskrá fasteignagjalda 2016

Málsnúmer 1511090Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að neðangreind gjöld og skattar verði eftirfarandi á árinu 2016:

Fasteignaskattur A-flokkur 0,50%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,32%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,65%
Lóðarleiga íbúðarlóða 1,50%
Lóðarleiga atvinnulóða 2,50%
Leiga beitarlands 0,50 kr./m2
Leiga ræktunarlands utan þéttbýlis 0,90 kr./m2
Leiga ræktunarlands í þéttbýli 1,25 kr./m2

Upphafsálagning fasteignagjalda 2016:
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði níu, frá 1. febrúar 2016 til 1. október 2016. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 24.500 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2016. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga og eigi síðar en 10. maí 2016, séu þau jöfn eða umfram 24.500 kr.

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2016 verða sendir í pappírsformi til þeirra gjaldenda sem þess óska. Gert er ráð fyrir að aðrir gjaldendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðlanna í Íbúagátt á heimasíðu sveitarfélagsins og/eða á vefsíðu island.is. Þessi tilhögun verði auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sveitarstjórnar til samþykktar.

Fundi slitið - kl. 10:52.