Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

688. fundur 26. febrúar 2015 kl. 09:00 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Sigríður Svavarsdóttir varaform.
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt samhljóða í upphafi fundar að taka mál 1502227-Byggingarnefnd Árskóla á dagskrá með afbrigðum.

1.Beiðni frá Rotaryklúbbi Sauðárkróks um fund

Málsnúmer 1502210Vakta málsnúmer

Magnús Barðdal Reynisson og Vignir Már Sigurjónsson fulltrúar Rotaryklúbbs Sauðárkróks kom á fund ráðsins og kynntu hugmyndir um samfélagsverkefnið Litli-skógurinn okkar.
Byggðarráð tekur vel í erindið og óskar eftir því að formaður umhverfis- og samgöngunefndar, sviðsstjóri framkvæmda- og veitusviðs og garðyrkjustjóri komi á næsta fund til viðræðu um stöðu framkvæmda og áætlanir um uppbyggingu í Litla-Skógi og umhverfi Sauðár.

2.Gjaldskrá Húss frítímans 2015

Málsnúmer 1501039Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrá fyrir Hús frítímans frá 1. janúar 2015 sem var vísað frá 217. fundi félags- og tómstundanefndar, þann 4. febrúar 2015.

Gjaldskrá leigu:
Barnaafmæli, 8.000 kr.
Fundur/ráðstefna skemmri en 3 klst., 10.000 kr.
Fundur/ráðstefna lengri en 3 klst., 15.000 kr.
Gjald fyrir markaði góðgerðarfélaga/"opið hús", einstaklingur, 15.000 kr.
Leiga fyrir veislur eða sambærilegt, 50.000 kr.
Leiga til íþróttafélaga vegna gistingar, pr. nótt á mann, 1.000 kr.

Þorvaldur Gröndal kom á fundinn undir þessum dagskrárlið til viðræðu um gjaldskrána.

Byggðarráð samþykkir ofangreinda gjaldskrá.

3.Afskrift á sveitarsjóðsgjöldum

Málsnúmer 1502110Vakta málsnúmer

Lögð fram afskriftarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra vegna sveitarsjóðsgjalda sem eru talin óinnheimtanleg sökum gjaldþrots viðkomandi einstaklinga og fyrninga. Samtals eru þetta kröfur að höfuðstólsupphæð 14.258.722 kr.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa framangreinda fjárhæð.

4.Dvalarstyrkir nemenda við Háskólann á Hólum

Málsnúmer 1502173Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Háskólanum á Hólum, dagsett 17. febrúar 2015 þar sem óskað er eftir stuðningi sveitarfélagsins við dvalarstyrki nemenda við Háskólann á Hólum. Hyggst skólinn koma á fót styrkjum skilgreindum sem dvalastyrkir til afburðanemenda í staðnámi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 300.000 kr. sem teknar verða fjárheimildum málaflokks 21890.

5.Fjárhagslegt uppgjör á SFNV yfir til Róta bs.

Málsnúmer 1502164Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV), dagsettur 18. febrúar 2015 varðandi fjárhagslegt uppgjör á málefnum fatlaðra (SFNV) yfir til Róta bs. auk greinargerðar frá Kristjáni Jónassyni endurskoðanda hjá KPMG um breytingu SFNV í sjálfstætt starfandi byggðarsamlag og skiptingu eingarhluta SFNV pr. 31.12. 2013. Samkvæmt framlögðum gögnum verður stofnfé í byggðasamlaginu Rótum 2.000.000 kr. samtals og hlutur sveitarfélagsins frá SFNV er 30.188.820 kr.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við þessar ráðstafanir fjármuna.

6.Norðurá bs. - aðalfundarboð

Málsnúmer 1502142Vakta málsnúmer

Lagt fram boð um aðalfund Norðurár bs., fimmtudaginn 26. febrúar 2015, kl. 14 í Miðgarði - menningarhúsi, Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.

7.Vinabæjarmót 2015 í Kongsberg, Noregi

Málsnúmer 1502157Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá vinabænum Kongsberg í Noregi þar sem fulltrúum sveitarfélagsins er boðið til vinabæjamóts dagana 18. og 19. maí 2015.
Byggðarráð samþykkir að fulltrúar á mótinu verði byggðarráðsfulltrúar, sveitarstjóri og fulltrúi/ar viðkomandi sviða sem tengjast málefnum mótsins.

8.Styrktarsjóður EBÍ 2015

Málsnúmer 1502141Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá styrktarsjóði EBÍ, dagsett 12. febrúar 2015 þar sem vakin er athygli á að sjóðurinn tekur á móti umsóknum í sjóðinn frá aðildarsveitarfélögum EBÍ til 30. apríl 2015. Tilgangur sjóðsins er að styrkja sérstakar athuganir eða rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, fræðslu- og menningarmálum í aðildarsveitarfélögum. Umsóknir skulu vera vegna sérstakra framfaraverkefna sveitarfélaganna en ekki vegna almennra rekstrarverkefna þeirra. Úthlutunarframlag sjóðsins verður í ár, fimm milljónir króna.
Byggðararáð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjórum að skoða möguleg verkefni til umsóknar.

9.Beiðni um viðræður - Húsnæðissamvinnufél Skagafj.

Málsnúmer 1502212Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 3. febrúar 2015 frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar þar sem félagið óskar eftir viðræðum við fulltrúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra að ræða við fulltrúa húsnæðissamvinnufélagsins.

10.Húsey 146043 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1502137Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 16. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Indu Indriðadóttur kt. 150731-2169 un endurnýjun á rekstarleyfi fyrir heimagistingu, íbúð að Húsey, 560 Varmahlíð.
Gististaður flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

11.Lauftún 146056 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrareleyfis

Málsnúmer 1502138Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 16. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Indu Indriðadóttur kt. 150731-2169 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir heimagistingu að Lauftúni, 560 Varmahlíð.
Gististaður flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

12.Ásgarður eystri 179981 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1502191Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 20. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ástu Margrétar Grétarsdóttur fyrir hönd ÁMG ehf., kt. 591297-4659 um rekstrarleyfi fyrir Ásgarð eystri, 551 Sauðárkróki. Gististaður flokkur II, íbúð.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

13.Tröð 145932 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1502147Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 17. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sóleyjar Önnu Skarphéðinsdóttur kt. 150649-3669 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Tröð - Gestahús, 551 Sauðárkróki. Gististaður flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

14.Viðvík 178680 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1502108Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra, dagsett 11. febrúar 2015, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Kára Ottóssonar, kt. 181163-6909 um rekstrarleyfi fyrir einbýlishús Viðvík land 178680, fastanúmer 221-9968, 551 Sauðárkrókur. Gististaður flokkur II. Forsvarsmaður er Guðríður Magnúsdóttir, kt. 230266-3019.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

15.Byggingarnefnd Árskóla

Málsnúmer 1502227Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að endurskipa í bygginganefnd Árskóla. Nefndarmenn verði Stefán Vagn Stefánsson, formaður, Sigríður Svavarsdóttir, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir. Allir nefndarmenn hafa atkvæðisrétt og atkvæði formanns hefur tvöfalt vægi.
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

16.Fundagerðir stjórnar 2015 - SSNV

Málsnúmer 1501004Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 17. febrúar 2015 lögð fram til kynningar á 688. fundi byggaðrráðs 26. febrúar 2015

17.Fundagerðir 2015 - Samtök sjávarútv.sv.fél

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 17. fundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 11. febrúar 2015.

Fundi slitið - kl. 10:45.