Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

663. fundur 05. júní 2014 kl. 09:00 - 10:02 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Bjarni Jónsson aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Þorsteinn Tómas Broddason varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Erindi frá 6. bekk Árskóla 2012

Málsnúmer 1406067Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá á 601. fundi byggðarráðs, 30. ágúst 2012 og svohljóðandi bókun gerð: "Á 596. fundi byggðarráðs var lagt fram erindi frá 6. bekk Árskóla um ábendingar þeirra um betri nýtingu á Litla-Skógi í Sauðárgili. Var einnig ákveðið á fundinum að eiga fund með krökkunum í upphafi skólaárs 2012/2013 um tillögur þeirra.
Byggðarráð samþykkir að fela fræðslustjóra að finna tíma fyrir fund með nemendunum."
Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því við tæknideild sveitarfélagsins að farið verði í hönnun á útikennslustofu fyrir Árskóla og útivistarsvæði með leiktækjum, þar sem tillögur nemendanna verði hafðar til hliðsjónar.

Þorsteinn Broddason óskar bókað:
Á fundi byggðarráðs nr. 596 þann 28. júní 2012 var tekið fyrir erindi frá 6. bekk Árskóla um útivistarsvæðið í Litla-Skógi og samþykkt að eiga fund með börnunum í upphafi skólaárs 2012. Á fundi nr. 601 þann 30. ágúst 2012 var málið tekið fyrir aftur að frumkvæði áheyrnarfulltrúa Samfylkingarinnar, og enn aftur á fundi 625. Fundi byggðaráðs þann 23. maí 2013. Fundurinn hefur enn ekki verið haldinn. Þær skýringar að ekki sé hægt að funda með skólabörnum þar sem ekki sé samráð við foreldra er ansi léttvæg í ljósi þess að tvö ár eru liðin frá erindinu og á þeim tíma hefði verið hægt að finna lausn á því. Seinagangur í þessu tiltölulega einfalda verkefni byggðarráðs er með ólíkindum og sendir döpur skilaboð um áhugaleysi stjórnmálamanna um málefni sem brenna á íbúum sveitarfélagsins.

Stefán Vagn Stefánsson leggur fram eftirfarandi bókun:
Ljóst er að málið hefur dregist í meðförum byggðarráðs en með þeirri ákvörðun sem hér var tekin, er ljóst að verkefnið er komið af stað með það að markmiði að hefja hönnun á útikennslustofu og útivistarsvæði líkt og óskir nemendanna hljóðuðu upp á.

Bjarni Jónsson, Jón Magnússon og Stefán Vagn Stefánsson óska bókað:
Mikilvægt er að sem fyrst verði farið hönnun og uppsetningu á útikennslustofu og ekki síður frekari uppbyggingu á útivistarsvæði í Litla-Skógi. Þessi bókun byggðarráðs er mikilvæg fyrir framgang þess verkefnis.

2.Hlutabréf í Tækifæri hf

Málsnúmer 1312066Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Tækifæri hf., dagsett 26. maí 2014 varðandi skráningu hlutabréfa félagsins. Félagið hefur gefið út innköllun þar sem öll hlutabréf félagsins eru innkölluð, í þeim tilgangi að ógilda þau og gefa út til hluthafa ný hlutabréf í þeirra stað.
Sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að sinna erindinu fyrir sveitarfélagið.

3.Nordiskt vänortsmöte i Kristianstad 2014

Málsnúmer 1311034Vakta málsnúmer

Rætt um vinabæjamótið í Kristianstad.

4.Viðauki við fjárhagsáætlun 2014 - dýpkun Sauðárkrókshafnar

Málsnúmer 1406046Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun 2014, fjárfesting Skagafjarðarhafna, að upphæð 16.000.000 kr. vegna viðhaldsdýpkunar í Sauðárkrókshöfn. Fjármögnuninni mætt með handbæru fé.
Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka.

5.Sauðárkrókshöfn - dýpkun

Málsnúmer 1404155Vakta málsnúmer

Í nýrri samgönguáætlun 2013 - 2016 var dýpkun á Sauðárkrókshöfn sem áður var á áætlun árið 2014 frestað til ársins 2016. Ekki var gert ráð fyrir dýpkuninni á fjárhagsáætlun ársins 2014. Sveitarfélagið fór þess á leit við fagráð um hafnamál að framkvæmdinni yrði flýtt til ársins 2014 og hefur það verið samþykkt af ráðinu. Verkefnið er mjög brýnt þar sem talið er að dýpkunin muni minnka til muna óróa innan hafnarinnar af völdum djúpsjávaröldu. Áætlaður heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna dýpkunnar eru 16 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að ráðist verði í dýpkunarframkvæmdir í Sauðárkrókshöfn á árinu 2014.

6.Stóra-Seyla - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1405192Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 23. maí 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Steinunnar F. Ólafsdóttur, kt. 300157-4169, um leyfi fyrir heimagistingu að Stóru-Seylu, 560 Varmahlíð. Gististaður - flokkur I.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

7.Aðalgata 19 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1405187Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. maí 2014, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Árna Hafstað fyrir Mikrobar ehf., kt. 630412-1370, um leyfi fyrir krá að Aðalgötu 19, 550 Sauðárkróki. Veitingastaður - flokkur III.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

Fundi slitið - kl. 10:02.