Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

621. fundur 04. apríl 2013 kl. 09:00 - 10:25 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Stefán Vagn Stefánsson formaður
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varam. áheyrnarftr.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Heimsókn frá framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki

Málsnúmer 1304127Vakta málsnúmer

Hafsteinn Sæmundsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki kom á fundinn og gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fjármál og rekstur stofnunarinnar.
Byggðarráð lýsir áhyggjum sínum yfir stöðu stofnunarinnar og mun enn á ný taka málið upp við Velferðarráðherra og ítreka að komið verði til móts við þarfir stofnunarinnar án tafar.

2.Flæðagerði-Tjarnarbær 143910-Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 1303515Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dags. 22. mars 2013 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Auðar Steingrímsdóttur kt. 100863-5109, fyrir hönd Hestamannafélagsins Léttfeta kt. 430269-7049 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Tjarnarbæ, Flæðagerði Sauðárkróki. Veitingastaður flokkur I, samkomusalur og gisitstaður flokku II, svefnpokagisting.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.

3.Ketukirkjugarður

Málsnúmer 1303507Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Merete Rabölle, dags. 18. mars 2013 fyrir hönd sóknarnefndar Ketukirkju, þar sem óskað er eftir framlagi, að upphæð kr. 1.118.347.- vegna efnis til nýrrar girðingar um kirkjugarð Ketukirkju. Hlutur Skagabyggðar í þessum kostnaði er 25% sem hreppsnefndin þar hefur tekið jákvætt í að greiða.
Vísað er til laga nr. 36 frá 1993 4. maí IV. kafla um skyldur sveitarfélaga í þessa veru.
Byggðarráð samþykkir að greiða lögbundinn kostnað sveitarfélagsins, sem er í þessu tilfelli 75% af upphæðinni, af lið 11890.

4.Samning kjörskrár

Málsnúmer 1304033Vakta málsnúmer

Borist hefur tölvupóstur dags. 27. mars 2013 frá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi íslenskara sveitarfélaga um gerð kjörskráa vegna fyrirliggjandi alþingiskosninga.

Byggðarráð samþykkir að fela Helgu Sigurrós Bergsdóttur stjórnsýsluritara sveitarfélagsins gerð kjörskrár líkt og við síðustu kosningar.

5.21. ársþing SSNV

Málsnúmer 1303579Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Jóni Óskari Péturssyni framkvæmdastjóra SSNV dags. 27. mars 2013, er varðar 21. ársþings samtakanna árið 2013. Á fundi stjórnar SSNV þann 26. febrúar sl. var eftirfarandi bókun samþykkt:
"Stjórn SSNV samþykkir að 21. ársþing SSNV fari fram dagana 18.-19. október 2013 í Sveitarfélaginu Skagafirði."
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra undirbúning þingsins.

6.Ársfundur Byggðastofnunar

Málsnúmer 1303522Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Hjalta Árnasyni dags. 25. mars 2013, með fundarboði um Ársþing Byggðarstofnunar sem haldið verður föstudaginn 5. apríl nk. í Miðgarði í Skagafirði.

Á fundinum mun Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra halda ávarp, auk þess sem afhending Landstólpans, samfélagsviðurkenningar Byggðastofnunar fer fram. Þá verða undirritaðir nýir samningar um atvinnu- og byggðaþróun við atvinnuþróunarfélög.

Að loknum hefðbundnum ávörpum verður haldin ráðstefna undir heitinu ,,Brothættar byggðir - ný nálgun" Fyrirlesarar verða Sigríður K. Þorgrímsdóttir frá Byggðastofnun, Ása Dóra Finnbogadóttir, frá íbúasamtökum á Bíldudal, Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála og Sigríður Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Rauðku.

Tilkynna þarf þátttöku á fundinn á netfangið magga@byggdastofnun.is

7.Arðgreiðslur vegna ársins 2012

Málsnúmer 1303580Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 26. mars 2013, frá Óttari Guðjónssyni hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um arðgreiðslu ársins 2012.
Á aðalfundi lánasjóðsins þann 15. mars sl. var samþykkt að greiða út arð til hluthafa, upphæð sem nemur 408.000.000 kr.
Hlutur Sveitarfélagsins Skagafjarðar er 2,339% og nemur arðgreiðslan því 9.543.120 kr. Málið var til kynningar.

8.Umsóknir um framlög 2013

Málsnúmer 1209086Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga dags. 13. mars 2013 um endanlegt framlag vegna nýbúafræðslu til Sveitarfélagsins Skagafjarðar á fjárhagsárinu 2013. Heildarúthlutun nemur samtals kr. 480.000 kr. Málið var til kynningar.

9.Byggingarnefnd Árskóla - 12

Málsnúmer 1303012FVakta málsnúmer

Fundargerð 12. fundar Byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.

9.1.Viðbygging Árskóli - áfangi II

Málsnúmer 1211237Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 12. fundar Byggingarnefndar Árskóla staðfest á 621. fundi byggðaráðs með 3 atkvæðum.

10.Byggingarnefnd Árskóla - 13

Málsnúmer 1304001FVakta málsnúmer

Fundargerð 13. fundar Byggingarnefndar Árskóla lögð fram til afgreiðslu á 621. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð.

10.1.Viðbygging Árskóli - áfangi II

Málsnúmer 1211237Vakta málsnúmer

Byggingarnefnd samþykkti á síðasta fundi að gera viðbótarsamning við starfandi verktaka og birgja um áfanga II.

Fyrir fundinum lá kostnaðaráætlun samtals krónur 333.956.157,- sem sundurliðaðist í vinnulið og efnislið. Vinnuliður var samtals krónur 208.281.364,- og efnisliður var samtals krónur 125.674.793,-

Í tilboði verktaka sem lagt var fyrir á síðasta fundi bygginganefndar kom í kom í ljós misræmi í tölum vegna innréttinga og innihurða. Þetta misræmi hefur verið leiðrétt og nemur því heildartilboð verktaka í áfanga II krónur 352.676.459,- sem sundurliðast þannig að vinnuliður er kr. 214.066.981,- og efnisliður er kr. 138.609.478,-

Byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að ganga að ofangreindum tilboðum og vísar ákvörðun málsins til byggðarráðs til fullnaðarafgreiðslu

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur frá byggingarnefnd Árskóla og felur sveitarstjóra og byggingarfulltrúa að ganga frá samningum á þessum grunni.

Fundi slitið - kl. 10:25.