Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

395. fundur 26. júní 2007
 
Fundur  395
26. júní 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 26. júní kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Áskell Heiðar Ásgeirsson
 
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
Sundlaugin, Varmahlíð - öryggisbúnaður
 
 
Mál nr. SV070361
 
 
Lagt fram bréf frá Páli Dagbjartssyni, skólastjóra, dagsett 5. júní 2007 þar sem óskað er eftir heimild til að fjárfesta í öryggisbúnaði s.s. eftirlitsmyndavélum og upptökutækjum fyrir sundlaugina í Varmahlíð.  Erindið áður á dagskrá byggðarráðs 12. júní 2007.
Byggðarráð samþykkir fjárveitingu fyrir endurnýjun á búnaði.  Fjárveitingar verði teknar af viðhaldslið sundlaugarinnar og það sem upp á vantar verði verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
 
 
 
 
 
 
2.
Leikskólinn Birkilundur
 
 
Mál nr. SV070360
 
 
Lögð fram gögn vegna húsnæðisvanda Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir nánari útreikningum frá Tæknideild sveitarfélagsins varðandi kostnað við uppsetningu og frágang á bráðabirgðarhúsnæði við leikskólann Birkilund.
 
 
 
 
3.
Landbúnaðarsýning 17.-19. ágúst 2007
 
 
Mál nr. SV070348
 
 
Erindi frá Flugu ehf og verkefnastjórn Landbúnaðarsýningar 2007, varðandi kostun framkvæmda vegna landbúnaðarsýningar 17.-19. ágúst nk.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að fela Tæknideild að meta kostnað við að hefla og rykbinda plan við Reiðhöllina Svaðastaði fyrir Landbúnaðarsýningu.
 
 
 
 
4.
Úthlutun á kennslukvóta til grunnskólanna skólaárið 2007-2008.
 
 
Mál nr. SV070349
 
 
Lögð fram úthlutun kennslukvóta til grunnskólanna í Sveitarfélaginu Skagafirði skólaárið 2007-2008.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi úthlutun.
 
 
 
 
5.
Jörðin Steinsstaðir í Lýtingsstaðahreppi.
 
 
Mál nr. SV070354
 
 
Lagt fram erindi dagsett 14. júní 2007, frá Páli Tryggvasyni, þar sem hann lýsir áhuga á að kaupa af sveitarfélaginu alla jörðina Steinsstaði í Lýtingsstaðahreppi eða hluta hennar.
Sveitarfélagið hefur ekki uppi áform um að selja jörðina, en komi til þess verður hún auglýst.
 
 
 
 
6.
Aðalfundur Gagnaveitu Skagafjarðar.
 
 
Mál nr. SV070356
 
 
Lagt fram aðalfundarboð frá Gagnaveitu Skagafjarðar, um aðalfund fyrir árið 2006, þann 6. júlí nk.
Byggðarráð samþykkir að formanni ráðsins verði falið að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins.
 
 
 
 
7.
Jörðin Mýrakot
 
 
Mál nr. SV070357
 
 
Lagt fram bréf frá Ragnheiði Jónsdóttur, Mýrakoti, dagsett 17. júní 2007, þar sem hún óskar eftir meðmælum sveitarfélagsins til að fá keypta ábýlisjörð sína Mýrakot, landnúmer 146570.
Á jörðinni Mýrakoti hefur ábúandi jarðarinnar Ragnheiður Jónsdóttir haft jörðina í ábúð um alllangt skeið.  Á hún þar  lögheimili og hefur stundað almennan búskap.  Ástand mannvirkja og jarðarinnar verður að teljast gott. Jörðina hefur ábúandi setið vel og mælir byggðarráð með því að hún fái jörðina keypta.
 
 
 
 
8.
Umsögn um leyfi - Ártorg 4
 
 
Mál nr. SV070347
 
 
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 21. júní 2007, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þrastar Inga Jónssonar um leyfi til að reka veitingaverslun í Ábæ, Sauðárkróki fh. fyrirtækisins N1.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
9.
Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 - niðurfelling.
 
 
Mál nr. SV070352
 
 
Lagt fram til kynningar bréf frá Héraðsnefnd Eyjafjarðar, dagsett 14. júní 2007, varðandi svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998-2018 - niðurfelling.
 
 
 
 
10.
R3 - Ráðgjöf
 
 
Mál nr. SV070350
 
 
Lagt fram til kynningar þakkarbréf frá ráðgjafarfyrirtækinu R3 - Ráðgjöf fyrir góðar mótttökur og kynningu á Sveitarfélaginu Skagafirði.
 
 
 
 
11.
Opnir dagar sveitarstjórnarvettvangs ESB
 
 
Mál nr. SV070351
 
 
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 11. júní 2007, frá Sambandi ísl. sveitarfélaga varðandi hópferð á Opna daga sveitarstjórnarvettvangs ESB í haust.
 
 
 
 
12.
Byggðakvóti
 
 
Mál nr. SV070353
 
 
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 19. júní 2007, frá Ragnari Sighvats fh. sjö trillubátaútgerða á Sauðárkróki, þar sem óskað er eftir að smábátasjómenn á Sauðárkróki fái tækifæri til að veiða úr Byggðakvótanum sem sveitarfélaginu var úthlutað.
Byggðarráð upplýsir að í þeim tillögum sem sveitarfélagið sendi Sjávarútvegsráðuneyti sé gert ráð fyrir að allir bátar sem uppfylli skilyrði ráðuneytisins eigi möguleika á því að sækja um þegar Sjávarútvegsráðuneyti mun auglýsa kvótann.
 
 
 
 
13.
Refaeyðing
 
 
Mál nr. SV070355
 
 
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 15. júní 2007, frá Skagabyggð, þar sem hreppsnefnd Skagabyggðar óskar eindregið eftir því við Sveitarfélagið Skagafjörð að refaveiðar verði stundaðar af fullum krafti og að hætt verði við fyrirhugaðan samdrátt í veiðum.
 
 
 
 
14.
Veiðifélagið Flóki
 
 
Mál nr. SV070358
 
 
Lögð fram til kynningar könnun veiðiréttarhafa á vatnasvæði veiðifélagsins Flóka í Fljótum um hvort vilji sé til að stofna deild í félaginu sem í yrðu jarðirnar í Flókadal sem eiga land að Flókadalsánni.
 
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 10:30.
 
Bjarni Egilsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson