Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

386. fundur 03. apríl 2007
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  386 - 3. apríl 2007
 
Ár 2007, þriðjudaginn 3. apríl kl. 09:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Bjarni Egilsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi.
Auk þess sátu fundinn Margeir Friðriksson og Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri.
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Lagt fram
 
1.
Sundlaugarbygging á Hofsósi
 
 
Mál nr. SV070204
 
Sveitarstjóri kynnti viljayfirlýsingu Lilju Pálmadóttur, Steinunnar Jónsdóttur og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um samstarf í tengslum við þá rausnarlegu ákvörðun Lilju og Steinunnar að færa íbúum Hofsóss og nágrennis að gjöf sundlaugarmannvirki sem reist yrði á Hofsósi.
Byggðarráð staðfestir viljayfirlýsinguna og fagnar þeim hlýhug sem Lilja og Steinunn sýna íbúum Skagafjarðar með gjöfinni.
 
Erindi til afgreiðslu
 
2.
Málefni Eignasjóðs
a)  Lækjarbakki 7 - beiðni um niðurfellingu húsaleigu
b)  Sólgarðaskóli - leiguumsókn. 
 
Mál nr. SV070201
 
 
Lagður fram tölvupóstur frá leigjanda Lækjarbakka 7 í Steinsstaðahverfi, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á húsaleigu.
 
Einnig lagt fram bréf frá Maríu Guðfinnsdóttur og Erni Þórarinssyni, þar sem þau óska eftir að fá Sólgarðaskóla í Fljótum á leigu vegna reksturs ferðaþjónustu á komandi sumri, líkt og undanfarin ár.
 
A)  Byggðarráð sér sér ekki fært að fella niður húsaleigu leigutaka Lækjarbakka 7, en áréttar að samráð verður haft við viðkomandi leigutaka húsnæðis þegar úttektir á vegum sveitarfélagsins á fasteignum þess eru gerðar.
 
B)  Byggðarráð samþykkir að leigja skólann og felur sviðsstjóra eignasjóðs að ganga frá leigusamningi við umsækjendur.
 
Lagt fram til kynningar
 
3.
Tillaga að nýju skipulagi stjórnsýslunnar
 
 
Mál nr. SV070202
 
Sveitarstjóri kynnti tillögu að nýju skipuriti stjórnsýslu sveitarfélagsins.
 
 
4.
Samæfingar slökkviliðs og björgunarsveita Skagafjarðar
 
 
Mál nr. SV070199
 
Lagt fram afrit af bréfi, dagsettu 26. mars 2007, frá björgunarsveitunum þremur í Skagafirði til Brunavarna Skagafjarðar, þar sem óskað er eftir samæfingum slökkviliðs og björgunarsveita í Skagafirði.
 
 
5.
Rekstrarupplýsingar jan-feb 2007
 
 
Mál nr. SV070203
 
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um rekstur A og B hluta sveitarsjóðs fyrir janúar og febrúar 2007.
 
 
6.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf
 
 
Mál nr. SV070205
 
Lögð fram tilkynning dagsett 28. mars 2007 frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. um eignarhlut sveitarfélagsins í sjóðnum.  Eignarhlutdeild sveitarfélagsins er 2,339#PR.  Tilkynnt er um inneign sveitarfélagsins vegna niðurfærslu eigin fjár, samtals að upphæð kr. 70.170.000, sem mun greiðast til sveitarfélagsins á fjórum árum, fyrst 1. júlí 2007.
 
 
7.
Framlög frá Varasjóði húsnæðismála
 
 
Mál nr. SV070206
 
Lagðar fram til kynningar upplýsingar um framlög Varasjóðs húsnæðismála vegna ársins 2006.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:10
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar