Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

330. fundur 17. janúar 2006
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  330 - 17. janúar 2006
Ár 2006, þriðjudaginn 17. janúar kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
           
Fundinn sátu:      
Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
 
Fundarritari var Margeir Friðriksson
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
HSÍ beiðni um stuðning
 
 
Mál nr. SV060023
 
Beiðni dagsett 6. desember 2005, frá HSÍ um styrk að upphæð kr. 200.000 til útgáfu bókar um sögu sambandsins.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
 
 
2.
Tilnefning fulltrúa í samráðsnefnd með stéttarfélögunum
 
 
Mál nr. SV060024
 
Tilnefning fulltrúa sveitarfélagsins í samráðsnefnd skv. ákvæðum í kjarasamningum LN við SFS og Ölduna - stéttarfélag.
Byggðarráð samþykkir að formaður byggðarráðs, sveitarstjóri og launafulltrúi verði fulltrúar sveitarfélagsins í nefndinni.
 
 
3.
Umsókn um styrk v.skíðaferðar barna
 
 
Mál nr. SV060027
 
Umsókn dagsett 10. janúar 2006, frá aðstandendum barna í Skíðadeild Tindastóls, um styrk til skíðaferðar til vinabæjarins Kongsberg í Noregi.
Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 150.000, sem tekið verður af fjárhagslið 21520.
 
 
4.
Hótel Varmahlíð ehf hluthafafundur
 
 
Mál nr. SV060025
 
Fundarboð dagsett 13. janúar 2006 um hluthafafund í  Hótel Varmahlíð ehf þann 21. janúar nk.
Byggðarráð samþykkir að Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Margeir Friðriksson verði fulltrúar sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
 
 
5.
Umsókn um ferðastyrk - Furukot, Krílakot
 
 
Mál nr. SV060026
 
Umsókn dagsett 16. janúar 2006, um ferðastyrk  vegna námsferðar starfsfólks Leikskólans Furukots og Krílakots til Köge og Kaupmannahafnar í júní 2006.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að styrkja starfsmennina um allt að 50.000 kr. vegna ferða milli Kastrupflugvallar og Köge.  Tekið af fjárhagslið 21520.  Sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs falið að vera hópnum innan handar varðandi útvegun á farartæki.
 
Lagt fram
 
6.
Vinabæjamót 2006
 
 
Mál nr. SV050238
 
Rætt um vinabæjarmót í Skagafirði í júní 2006.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn.
Byggðarráð samþykkir að fela sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs að leggja drög að skipulagningu og dagskrá vinabæjamótsins.
 
Erindi til afgreiðslu
 
7.
Tillaga að úthlutun byggðakvóta 2005-2006
 
 
Mál nr. SV060017
 
Lagðar fram umsóknir um 107 þorskígildistonna byggðakvóta sem koma í hlut Hofsóss fiskveiðiárið 2005/2006, skv. reglugerð nr. 722 frá 4. ágúst 2005.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sat fundinn undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við eftirtalda útgerðaraðila um úthlutun byggðakvótans: Sjóskip ehf, vegna Óskars SK13, 73 tonn, Geislaútgerðin ehf, vegna Geisli SK66, 13 tonn, Lofn ehf vegna Hafdís SK147, 4 tonn, Hamravík ehf. vegna Svalan SK37, 13 tonn og Halldór Karel Jakobsson vegna Sillu Halldórs SK79, 4 tonn.
Gunnar Bragi Sveinsson greiðir atkvæði á móti og óskar bókað:
Undirritaður telur að úthluta eigi byggðakvótanum til Geislaútgerðarinnar ehf og Sjóskipa ehf hlutfallslega miðað við umsóknir þeirra.  Aðrar umsóknir fullnægja ekki reglum um úthlutun.
 
Lagt fram til kynningar
 
8.
Flugrekstur á Alexandersflugvelli
 
 
Mál nr. SV060028
 
Lagður fram tölvupóstur frá Landsflugi ehf. þar sem fram kemur að Landsflug ehf hefur tekið yfir frá og með 1. janúar 2006, þá umsýslu á Alexandersflugvelli sem Sveitarfélagið Skagafjörður og Siglufjarðarkaupstaður hafa séð um á árinu 2005.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 11:45
Margeir Friðriksson, ritari fundargerðar