Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

309. fundur 21. júní 2005
Fundur  309 - 21. júní 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 21. júní kl. 10:00, kom Byggðarráð Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu á Sauðárkróki.
 
Fundinn sátu:
Ársæll Guðmundsson, Bjarni Jónsson, Gísli Gunnarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Einar Eðvald Einarsson.
 
Fundarritari var Ársæll Guðmundsson
 
Lagt fram
 
1.
Bygging á nýju fjölbýlishúsi við Sauðármýri
 
 
Mál nr. SV050072
 
Erindi dagsett 1. júní 2005 frá Húsnæðissamvinnufélagi Skagafjarðar vegna hugmynda um byggingu fjölbýlishúss við Sauðármýri.  Jón Karlsson, formaður stjórnar Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar kemur til fundar
Jón Karlsson kom til fundar og upplýsti byggðarráð um stöðu mála varðandi byggingu nýs fjölbýlishúss fyrir eldri borgara við Sauðármýri.
 
 
2.
Skarðsá beiðni um leigutöku
 
 
Mál nr. SV050089
 
Erindi tilkomið frá Landbúnaðarnefnd vegna umsóknar Ingva Sigfúsonar o.fl um land til leigu undir sumarhús í landi Skarðsár.  Ingvi Sigfússon og Sigfús Snorrason boðaðir til fundar.
Ingvi Sigfússon og Sigfús Snorrason komu til fundarins og greindu frá hugmyndum sínum um uppbyggingu og starfsemi í landi Skarðsár.  Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu m.a. við skipulagningu svæðisins.  Einar Einarsson leggur fram eftirfarandi bókun: #GLUndirritaður vill undirstrika áður gerða bókun í Landbúnaðarnefnd um að landið verði skipulagt og skilgreint til hvers eigi að nýta það í framtíðinni.  Í framhaldi af því verði ekki leigt land til sumarhúsabyggða heldur yrði það land sem skipulagt væri fyrir sumarhús auglýst til sölu en fyrir liggur að mikill áhugi er á kaupum á þessu landi#GL.
 
Lagt fram til kynningar
 
3.
Dragnótaveiðar á Skagafirði
 
 
Mál nr. SV050095
 
Svarbréf frá sjávarútvegsráðuneytinu vegna bókunar sveitarstjórnar frá 19. október 2004 um takmarkanir dragnótaveiða í Skagafirði, þar sem fram kemur að ráðuneytið fallist ekki á að breyta veiðisvæðum dragnótabáta.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna málið frekar.
 
Lagt fram
 
4.
Fjárhagsskema 01.01.05 - 31.05.05
 
 
Mál nr. SV050097
 
Lagt fram yfirlit yfir rekstur sveitarfélagsins fyrstu fimm mánuði ársins 2005.
Lagt fram til kynningar.
 
 
 
5.
Greinargerð vegna tölvumála Árskóla
 
 
Mál nr. SV050098
 
Erindi frá Fræðslu- og menningarnefnd um endurnýjun á kaupleigusamningi við Nýherja vegna uppfærslu á tölvubúnaði og þjónustu við Árskóla.  Jóhann Friðriksson kemur til fundar og fylgir málinu úr hlaði.
Byggðarráð samþykkir að fela tölvuumsjónarmanni að gera heildarúttekt á tölvutækjaþörf grunnskóla sveitarfélagsins og hagkvæmni heildarsamnings um rekstur og þjónustu.
 
Lagt fram til kynningar
 
6.
Norræn heilsuráðstefna 2005
 
 
Mál nr. SV050093
 
Tilkynning um Norræna heilsuráðstefnu 2005.
Erindið lagt fram til kynningar.
 
Erindi til afgreiðslu
 
7.
Vínveitingaleyfi f. Ferðaþjónustuna Bakkaflöt
 
 
Mál nr. SV050099
 
Erindi frá Ferðaþjónustunni Bakkaflöt um endurútgáfu vínveitingaleyfis til tveggja ára.
Byggðarráð samþykkir umsóknina.
 
Lagt fram
 
8.
Vínveitingaleyfi fyrir Gesti og gangandi ehf
 
 
Mál nr. SV050100
 
Lögð fram umsókn frá Gestum og gangandi ehf um vínveitingaleyfi fyrir veitinga­staðinn Undir Byrðunni að Hólum.  Sótt er um leyfi til tveggja ára.
Byggðarráð samþykkir umsóknina.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 12:00
Ársæll Guðmundsson, ritari fundargerðar