Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

296. fundur 15. febrúar 2005
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 296 – 15.02. 2005
 
Ár 2005, þriðjudaginn 15. feb. kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Helgi Thorarensen áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.

Dagskrá:

                  1.            Þriggja ára áætlun 2006-2008
                  2.            Vínveitingaleyfi fyrir Videósport ehf./Ólafshús
                  3.            Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum – fundargerðir og eyðublað v/umsóknar um styrk til jarðhitaleitar
                  4.            Samfélagsleg áhrif af lagningu Norðurbrautar – umsókn um styrk
                  5.            Húsaleigubætur – erindi frá íbúum
                  6.            Erindi frá félags- og tómstundanefnd – Tækjakaup á íþróttavelli
                  7.            Bréf frá íbúum v/sparkvallar
                  8.            Trúnaðarmál
                  9.            Eignasjóður
              10.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lok gildandi samnings um Staðardagskrá 21

Afgreiðslur:

1.      Lögð fram þriggja ára áætlun 2006-2008 fyrir sveitarfélagið og stofnanir þess.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til síðari umræðu í sveitarstjórn.
 
2.      Lagt fram erindi frá Videósporti ehf., þar sem óskað er eftir leyfi til vínveitinga í Ólafshúsi til tveggja ára, þ.e. frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2006.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir leyfið fyrir sitt leyti.
 
3.      Lagt fram til kynningar bréf frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, dagsett 9. febrúar 2005 varðandi fundargerðir 8. ársfundar samtakanna og stjórnarfunda 17. nóv. 2004 og 18. janúar 2005 sem og umsókn til Orkustofnunar um styrki til jarðhitaleitar.
Byggðarráð samþykkir að vísa þessu bréfi ásamt fundargerðum og umsóknareyðublaði til kynningar í  stjórn Skagafjarðarveitna ehf.
 
4.      Rannsóknarverkefnið “Samfélagsleg áhrif af lagningu Norðurbrautar” kynnt.  Lega vegarins yrði frá Blönduósi um Þverárfjall til Sauðárkróks, þá um Sauðárkróksbraut að Siglufjarðarvegi, um Hjaltadal og í gegn um göng yfir í Barkárdal og um Hörgárdal til Akureyrar. Sameiginleg umsókn frá Sveitarfélaginu Skagafirði, Höfðahreppi og Blönduóssbæ til Vegagerðarinnar um styrk.
 
5.      Lagt fram bréf frá fjórum íbúum Hofsóss og nágrennis, dagsett 1. febrúar 2005, varðandi húsaleigubætur.  Þess er krafist að sveitarfélagið komi til móts við þá nemendur sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, en þurfi að dvelja á heimavist FNV, um einhverskonar styrk til að þau geti stundað nám í sinni heimabyggð.
Sveitarstjórn hefur ályktað um þetta mál 27. janúar sl. og vísar byggðarráð til þeirrar ályktunar sem hljóðar svo: Sveitarstjórn Skagafjarðar beinir þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að hann hlutist til um að leiðrétta þann mismun á rétti til húsaleigubóta, sem er milli þeirra námsmanna sem eiga lögheimili innan sveitarfélags og  þeirra sem eiga lögheimili utan sveitarfélags.”
 
6.      Lagt fram erindi frá félags- og tómstundanefnd, dagsett 2. febrúar 2005 varðandi tækjakaup á íþróttavelli sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir nánari upplýsingum.
 
7.      Lagt fram bréf frá fjórum íbúum sveitarfélagsins sem búa “út að Austan”, dagsett 8. febrúar 2005, varðandi gerð sparkvallar á Hofsósi.
Byggðarráð harmar þann misskilning sem hefur orðið í þessu máli og samþykkir að ræða við fulltrúa íbúasamtakanna “Út að austan”, Ungmennafélagsins Neista og skólayfirvalda á staðnum.  Sveitarstjóra falið að ræða við fulltrúa KSÍ um verkið.
 
8.      Sjá trúnaðarbók.
 
Gunnar Bragi vék af fundi.
 
9.      Eignasjóður.  Elsa Jónsdóttir sviðsstjóri eignasjóðs kom inn á fundinn.
a)      Lagt fram tilboð í fasteignina Raftahlíð 48 frá Pétri Inga Björnssyni.
Byggðarráð samþykkir að gera honum gagntilboð.
 
b)      Lagt fram tilboð í íbúð í fjölbýlishúsinu Víðigrund 24 frá Sveinbirni Ásgrímssyni að upphæð kr. 6.500.000.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboðinu.
 
Elsa vék af fundi.
 
10.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 3. febrúar 2005 varðandi lok gildandi samnings um Staðardagskrá 21.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1159