Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

279. fundur 29. september 2004
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 279 – 29.09. 2004
_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2004, miðvikudaginn 29. september kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1400.
Mætt voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson, Einar Einarsson, Helgi Thorarensen, áheyrnarfulltrúi S-lista og Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri.
 
Dagskrá:
 
                  1.            Sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs kemur til fundar
                  2.            Staða mála varðandi “Hús frítímans”
                  3.            Umsókn um vínveitingaleyfi fyrir Hótel Varmahlíð
                  4.            Erindi frá Flugfélagi Sauðárkróks ehf.
                  5.            Umsókn um byggðakvóta
                  6.            Trúnaðarmál
                  7.            Eignasjóður
a)      Sviðsstjóri gerir grein fyrir stöðu framkvæmda
b)      Erindi frá húsnefnd félagsheimilisins Melsgils
c)      Bréf frá Birni Hermannssyni
                  8.            Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Boðun XVIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 26. nóv. nk.
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Gunnar Sandholt, sviðsstjóri fjölskyldu- og þjónustusviðs kom inn á fundinn og greindi frá verkefnum á sviðinu og rekstrarstöðu málaflokka.
 
    2.    Staða mála varðandi “Hús frítímans” rædd.  Sveitarstjóri og formaður byggðarráðs skýrðu frá fundi sem þeir áttu með eigendum fasteignarinnar Sæmundargötu 7.
 
Gunnar vék af fundi.
 
Byggðarráð samþykkir að hugmynd um “Hús frítímans” verði ekki framkvæmd að sinni í þeirri mynd sem lagt var af stað með.  Félagsstarf eldri borgara hefur fengið inni í Félagsheimilinu Ljósheimum en finna þarf Geymslunni samastað sem fyrst.
 
    3.    Lögð fram umsókn frá Hótel Varmahlíð ehf. um vínveitingaleyfi tímabilið 1. september 2004 til 1. september 2006.  Jákvæðar umsagnir hafa borist frá umsagnaraðilum.
Byggðarráð samþykkir að veita Hótel Varmahlíð vínveitingaleyfi fyrir ofangreint tímabil.
 
    4.    Lagt fram bréf frá Flugfélagi Sauðárkróks ehf., dagsett 20. september 2004, varðandi leiðréttingu á álögðum fasteignagjöldum árin 2001 – 2003.
Byggðarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að skoða málið.
 
    5.    Lögð fram drög að umsókn um byggðakvóta.  Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs- og þróunarsviðs kom inn á fundinn.
Byggðarráð samþykkir drögin með smávægilegum breytingum.
 
Heiðar og Bjarni Jónsson viku af fundi.
 
    6.    Sjá trúnaðarbók
 
    7.    Eignasjóður – Elsa Jónsdóttir sviðstjóri eignasjóðs kom á fundinn.
a)      Sviðstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda.
b)      Lagt fram bréf frá húsnefnd félagsheimilisins Melsgils, dagsett 22. september 2004 varðandi viðhald félagsheimilisins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005.
c)      Lagt fram bréf frá Birni Hermannssyni, dagsett 22. september 2004 varðandi gamla skólahúsið á Sólgörðum í Fljótum.
Byggðarráð samþykkir að hafna tilboði Björns í fasteignina.
 
    8.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Lagt fram bréf dagsett 21. september 2004, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi boðun XVIII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1641.
ì