Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

238. fundur 07. október 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 238 – 07.10. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 7. október, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004 kemur á fundinn
2.                  Skýrsla um Steinsstaði.  Tillaga frá atvinnu- og ferðamálanefnd
3.                  Kaup á nýju bókhalds- og upplýsingakerfi
4.                  Erindum vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn
a.       Um samgöngumál
b.      Reglur um útboð verklegra framkvæmda
5.                  Málefni Eignasjóðs
6.                  Bréf frá Íbúasamtökunum út að austan
7.                  Erindi frá SSNV varðandi menningarmál á Norðurlandi vestra
8.                  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.       Frá ANVEST
-         Álagning gjalda fyrir árið 2003
-         Fundargerð aðalfundar ANVEST 2003
b.      Bréf frá Skagafjarðarveitum ehf.
c.       Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi tekjustofna sveitarfélaga
d.      Bréf frá stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs
e.       Bréf frá Trausta Sveinssyni og Hermanni Birni Haraldssyni
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Formaður framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004, Viggó Jónsson, kom á fundinn og upplýsti byggðarráðið um stöðu framkvæmda og kostnað við þær.
Byggðarráð samþykkir að endurskoða umsókn til fjárlaganefndar vegna  verkefnisins.
 
    2.    Lögð fram skýrsla ANVEST um Steinsstaði – Tillaga frá atvinnu- og ferðamálanefnd.
Byggðarráð tekur jákvætt í hugmyndir atvinnu- og ferðamálanefndar frá 1. október sl. og samþykkir að boða skýrsluhöfund, Þorstein Broddason  á næsta fund byggðarráðs.
 
    3.    Lagt fram til kynningar erindi frá sviðstjórum fjármálasviðs og markaðs- og þróunarsviðs um kaup á nýju bókhalds- og upplýsingakerfi fyrir sveitarfélagið.
 
    4.    Erindi sem vísað var til byggðarráðs frá sveitarstjórn:
a)      Samgöngumál (fundargerð frá 4. september 2003)
Byggðarráð áréttar að atvinnu- og ferðamálanefnd og samgöngunefnd vinni frekar að málinu.
b)      Reglur um útboð verklegra framkvæmda (fundargerð frá 18. september 2003)
Byggðarráð samþykkir tillöguna.
 
    5.    Málefni Eignasjóðs.
Málinu frestað.
 
    6.    Lagt fram bréf frá Íbúasamtökunum út að austan, dagsett 30. september 2003, varðandi störf á vegum sveitarfélagsins til Hofsóss.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.
 
    7.    Lagt fram bréf frá SSNV, dagsett 24. september 2003, varðandi tilnefningu í stýrihóp fyrir stefnumótun í menningarmálum á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir að fara fram á að skipan þessa stýrihóps verði frestað fram yfir næstu áramót.
 
    8.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá Atvinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra, dags. 01.10. 2003 um álagningu árgjalda 2003 og fundargerð aðalfundar félagsins frá 29.08. 2003
b)      Bréf frá Skagafjarðarveitum ehf., dagsett 30.09. 2003, varðandi erindi frá Hólaskóla um heitt og kalt vatn á Freyjugötu 7 og í gamla Skjaldarhúsinu á Eyri.
c)      Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 26. september 2003, varðandi heimildarákvæði 4. og 5. mgr. 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
d)      Bréf frá stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs, dagsett 24.09. 2003, varðandi styrk til umhverfisátaks vegna Landsmóts UMFÍ 2004.
e)      Bréf frá Trausta Sveinssyni og Hermanni Birni Haraldssyni, dagsett 4. október 2003, þar sem óskað er eftir fundi með sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að boða þá félaga auk formanns samgöngunefndar á fund byggðarráðs.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1325