Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

234. fundur 02. september 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 234 – 02.09. 2003

_____________________________________________________________________________ 
 
 
Ár 2003, þriðjudaginn 2. september, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Sigurður Árnason auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
 
Dagskrá:
1.                  Loðskinn Sauðárkróki ehf.
2.                  Gjaldskrá leikskóla
3.                  Gatnagerð
4.                  Erindi frá Eignasjóði - kauptilboð
5.                  Yfirlit yfir rekstur málaflokka A-sjóðs
6.                  Kauptilboð í Stóru-Seylu
7.                  Bréf frá Nýsi
8.                  Bréf, kynntar fundargerðir og annað til kynningar
a.       Bréf FSNV vegna Viku símenntunar 7.-13. september 2003
 
AFGREIÐSLUR:
 
    1.    Málefni Loðskinns Sauðárkróki ehf. rædd ásamt bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá fundi í dag.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir formlegum viðræðum við Kaupfélag Skagfirðinga um málið.
 
    2.    Gjaldskrá leikskóla.  Frestað frá síðasta fundi.
Að beiðni formanns fræðslu- og menningarnefndar samþykkir byggðarráð að vísa erindinu aftur til nefndarinnar  til nánari skoðunar.
 
    3.    Gatnagerð – Borgargerði á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.
 
    4.    Lagt fram kauptilboð í íbúð í fjölbýlishúsinu Víðigrund 22 að upphæð kr. 4.600.000.
Byggðarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að gera tilboðsgjöfum gagntilboð.  Sigurður Árnason óskar bókað að hann sitji hjá.
 
    5.    Lagt fram yfirlit yfir rekstur málaflokka aðalsjóðs pr. 31.07. 2003.
 
    6.    Lagt fram kauptilboð í jörðina Stóru-Seylu í Skagafirði undirritað af kaupanda og seljanda..
Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
 
    7.    Lagt fram bréf frá Nýsi fyrir hönd Byggðastofnunar, dagsett 1. september 2003 varðandi byggðakvóta sem tilheyrir Hofsósi fiskveiðiárið 2003-2004.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir umsóknum um kvótann skv. reglum Byggðastofnunar um meðferð byggðakvóta frá 30. júní 1999, þar sem m.a. komi fram áform um hagnýtingu kvótans til styrktar atvinnulífi Hofsóss sem mest til skemmri og lengri tíma.
 
    8.    Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Bréf frá FSNV frá ágúst 2003 varðandi Viku símenntunar 7.-13. sept. nk.
 
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1135