Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

212. fundur 26. febrúar 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 212 – 26.02. 2003

Ár 2003, miðvikudaginn 26. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
  
        Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Snorri Styrkársson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
   1.           
Ráðning sviðsstjóra markaðs- og þróunarsviðs
  
2.            Tillaga að þjónustusamningi Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar hdl.
                við sveitarfélagið
  
       
3.           
Samningsdrög við Lögmannsstofuna
  
4.            Samningur um sérfræðiþjónustu vegna forðagæslu
   5.            Afsögn úr kjörstjórn til Alþingiskosninga
  
6.            Afsögn varamanns í samgöngunefnd
   7.            Bréf frá Jóni Helgasyni varðandi gestabók á Molduxa
   8.            Erindi frá Vegagerð ríkisins varðandi Þverárfjallsveg
   9.            Ráðstefna fráveitunefndar
   10.            Viðræður við Húnvetninga um sameiginleg málefni
   11.            Niðurfelling gjalda
   12.            Trúnaðarmál
   13.            Bréf og kynntar fundargerðir.
            a)         Vinabæjamót í Esbo - dagskrá
            b)         Bréf frá Sigurbergi Kristjánssyni og Sigríði Björnsdóttur
            c)         Steinull hf. vegna styrkja til Umf. Tindastóls
            d)         Verðmat á húseigninni Borgarflöt 1, Sauðárkróki
            e)         Skipun sveitarstjóra í starfshóp um byggðatengsl og sveitarfélög
            f)           SÍS – Ráðstefna um Staðardagskrá 21, 14.-15. mars nk.
            g)         IT-lausnir og heimasíðugerð
            h)         Erindi frá Sveini Ólafssyni
            i)           Fundarboð stjórna SSNV, SSV og FSV
            j)           13. fundur framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004.
AFGREIÐSLUR:
1.      Sveitarstjóri kynnti stöðu mála varðandi ráðningu sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs.  Gengið verður frá ráðningu á næsta sveitarstjórnarfundi.
2.      Sveitarstjóri kynnti gjaldskrá og tillögu Jóns Sigfúsar Sigurjónssonar hdl. um þjónustu lögmanns og löggilts fasteignasala fyrir sveitarfélagið frá 28. ágúst 2002.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.
3.      Sveitarstjóri kynnti gjaldskrá og samningsdrög við Lögmannsstofuna á Akureyri frá 8. nóvember 2002.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna frekar að málinu.
4.      Lagður fram samningur um sérfræðiþjónustu milli Leiðbeiningamiðstöðvarinnar og búfjáreftirlitsnefndar Akrahrepps, Siglufjarðarkaupstaðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 15. febrúar 2003.  Samningurinn nær yfir sérfræðiþjónustu vegna forðagæslu, búfjár og gróðureftirlits á búfjáreftirlitssvæði viðkomandi sveitarfélaga.
Byggðarráð samþykkir samninginn.
5.      Lagt fram bréf frá Ríkarði Mássyni, sýslumanni á Sauðárkróki, dagsett 20. febrúar 2003, þar sem hann óskar eftir að verða leystur undan setu í kjörstjórn fyrir sveitarfélagið vegna Alþingiskosninga vorið 2003.
Byggðarráð samþykkir að verða við óskum Ríkarðs.
6.      Lagt fram bréf frá Hafdísi Skúladóttur, varamanni Vinstri-Grænna í samgöngunefnd, dagsett 12. febrúar 2003, þar sem hún segir sig úr nefndinni kjörtímabilið 2002-2006.
7.      Lagt fram bréf frá Jóni Helgasyni, Laugatúni 4, Skr., þar sem hann óskar eftir að fá að koma fyrir skríni úr ryðfríu stáli og gestabók á topp Molduxa, sveitarsjóði að kostnaðarlausu.Byggðarráð samþykkir erindið.
8.      Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 14. febrúar 2003, varðandi legu Þverárfjallsvegar frá Sauðárkróki til norðurs.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til skipulagsnefndar.
9.      Kynnt ráðstefna fráveitunefndar um fráveitumál sveitarfélaga þann 7. mars 2003.
10.  Sveitarstjóri kynnti fyrirhugaðar viðræður við sveitarstjórnarfulltrúa Húnvetninga um sameiginleg málefni þann 21. mars nk
11.  Sjá trúnaðarbók
12.  Trúnaðarmál.
13.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a.       Kynnt dagskrá vinabæjamóts í Esbo, Finnlandi 12.-14. júní 2003.
b.      Kynnt bréf frá Sigurbergi Kristjánssyni og Sigríði Björnsdóttur
        til Vegagerðarinnar.
c.       Kynnt bréf frá Steinull hf. til Umf. Tindastóls, dagsett 26. janúar 2003.
d.      Lagt fram verðmat á fasteign Vöku ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki.
e.       Kynnt bréf frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, dagsett 4. febrúar
        2003, um skipun Ársæls Guðmundssonar sveitarstjóra í starfshóp
        um byggðatengsl og sveitarfélög.
f.        Kynnt bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 24. febrúar 2003,
       
varðandi ráðstefnu um Staðardagskrá 21, 14.-15. mars nk.
g.       Kynntur rafpóstur dagsettur 19. febrúar 2003 frá Guðmundi Halldórssyni
        fh. IT-lausna um ráðgjöf og hugmyndavinnu vegna heimasíðugerðar.
h.       Kynntur rafpóstur dagsettur 2. febrúar 2003 frá Sveini Ólafssyni varðandi
        mennta- og tæknimál.
        Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og
  
     ferðamálanefndar.
i.         Kynnt fundarboð stjórnafunda SSV, FSV og SSNV 27. febrúar nk. að
        Staðarflöt.
j.        Kynnt fundargerð 13. fundar framkvæmdanefndar Landsmóts UMFÍ 2004.

Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1230