Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

209. fundur 05. febrúar 2003
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 209 – 05.02. 2003

 
Ár 2003, miðvikudaginn 5. febrúar, kom byggðarráð saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar.
DAGSKRÁ:
   1.            Kynntar umsóknir um starf sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs
    2.            Kynntar umsóknir um starf atvinnuráðgjafa INVEST í Skagafirði
   3.            Erindi frá stjórn Bifrastar
   4.            Kolkuós ses. – Valgeir Þorvaldsson og Skúli Skúlason kynna
            sjálfseignarstofnunina og landnotkunarhugmyndir.

   5.            Niðurfelling fasteignagjalda
   6.            Bréf og kynntar fundargerðir.
            a)      Beiðni um umsögn við frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga
            b)     
Fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
AFGREIÐSLUR:
    1.   Sveitarstjóri kynnti umsóknir um starf sviðstjóra markaðs- og þróunarsviðs. Samtals bárust 28 umsóknir um starfið.
    2.   Sveitarstjóri kynnti umsóknir um starf atvinnuráðgjafa INVEST í Skagafirði.  Alls  bárust 18 umsóknir um starfið.
    3.   Lagt fram bréf frá hússtjórn félagsheimilisins Bifrastar, dagsett 3. febrúar 2003, varðandi skuldir félagsheimilisins vegna reksturs Leikfélags Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sinna erindinu.
 4. Valgeir Þorvaldsson og Skúli Skúlason komu á fund nefndarinnar og kynntu sjálfseignarstofnunina Kolkuós og hugmyndir um nýtingu Kolkuósssvæðisins.
    5.   Sjá trúnaðarbók.
    6.   Bréf og kynntar fundargerðir:
a)      Kynnt bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 31. janúar 2003, varðandi umsögn um frumvarp til laga um vatnsveitur sveitarfélaga, 422. mál, rekstrarform, arðgreiðslur o.fl.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til stjórnar Skagafjarðarveitna ehf.
b)      Kynnt fundargerð 700. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Bjarni Jónsson leggur fram eftirfarandi bókun:  Undirritaður telur að Sveitarfélagið Skagafjörður eigi að fá frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu, 453. mál til umfjöllunar og umsagnar hjá sveitarfélaginu. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fékk frumvarpið til umsagnar frá heilbrigðis- og tryggingarnefnd Alþingis og hefur sent frá sér staðfesta umsögn, sem ekki liggur fyrir hver er.  Málið er það stórt og snertir búsetuhagsmuni sveitarfélaga vítt og breitt um landið það mikið að eðlilegt er að leitað sé umsagna hjá einstökum sveitarfélögum.  Ákvæði í frumvarpinu um að stjórnir sjúkrahúsa verði lagðar niður er aðför að starfi heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni og möguleikum einstakra byggðarlaga til að láta sig varða rekstur þeirra og þjónustu.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1240