Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

193. fundur 02. október 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 193 - 02.10. 2002

 
Ár 2002, miðvikudaginn 2. október  kom byggðarráð saman til fundar í
Ráðhúsinu kl. 1000.
            Mættir voru: Gísli Gunnarsson,  Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra
Ársæls Guðmundssonar.
 
DAGSKRÁ:
                    1.     
Aðalfundur Sjávarleðurs ehf.
  
                 2.      Framsal einkaleyfis til Skagafjarðarveitna ehf.
                    3.     
Erindi frá knattspyrnudeild Tindastóls
                    4.     
Málefni Ljótsstaða
                    5.     
Umsókn um stofnun nýs býlis
                    6.     
Yfirlýsing um eignarhluta í Félagsheimilinu Bifröst
                    7.     
Kynntar fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Sjávarleðurs ehf., sem haldinn verður föstudaginn 4. október nk.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjái sér fært að mæta á fundinn fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins hlutfallslega.
 
2.      Lagt fram framsal þar sem sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar framselur Skagafjarðarveitum ehf.  einkaleyfi Hitaveitu Sauðárkróks til starfrækslu hitaveitu í sveitarfélaginu, utan þess svæðis sem Hitaveita Hjaltadals nær til.  Framsal þetta gildir í 25 ár.  Að þeim tíma liðnum fellur einkaleyfið aftur til sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að framselja núverandi einkaleyfi Hitaveitu Sauðárkróks til Skagafjarðarveitna ehf.  

3.      Lagt fram bréf frá knattspyrnudeild Tindastóls, dagsett 25. september 2002, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á hluta af skuld og endurgreiðslu til deildarinnar.
Byggðarráð mælist til þess að erindi frá Ungmennafélaginu Tindastóli vegna fjármála berist frá aðalstjórn félagsins skv. samkomulagi dagsettu 22. apríl 2002.  

4.      Málefni Ljótsstaða rædd.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að senda Ofanflóðasjóði bréf varðandi uppkaup á fasteignum, öðrum en íbúðarhúsi,  á snjóflóðahættusvæði C á jörðinni.
 
5.      Lagt fram bréf frá Ingibjörgu Sigurðardóttur, Ásgarði vestri, dagsett 25. september 2002, þar sem hún óskar eftir því að stofna nýtt býli að Ásgarði vestri.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
 
6.      Lögð fram yfirlýsing um eignaskiptingu Félagsheimilisins Bifrastar, þar sem fram kemur að sveitarfélagið eigi 87#PR, Leikfélag Sauðárkróks 8#PR og Ungmennafélagið Tindastóll 5#PR.
Byggðarráð samþykkir þessa eignaskiptingu. 
7.      Lagðar fram til kynningar eftirfarandi fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga:  13. fundur samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Stéttarfélags sálfræðinga á Íslandi, 7., 8. og 9. fundur samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Kjarna bæjarstarfsmannafélaga. 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.1120
                                                  
Margeir Friðriksson, ritari.