Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

180. fundur 21. júní 2002
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 180 - 21.06. 2002


Ár 2002, föstudaginn 21. júní, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagins í Ráðhúsinu kl. 1000.
Mættir voru: Gísli Gunnarsson, Bjarni Jónsson og Gunnar Bragi Sveinsson auk sveitarstjóra Ársæls Guðmundssonar. 
DAGSKRÁ:
                 
1.            Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs
                 
2.            Umsókn um “brennuleyfi” frá Lárusi Degi Pálssyni
                 
3.            Öryggisþjónusta Skagafjarðar og drög að verktakasamningi
                 
4.            Aðalfundur Húseigna Skagafjarðar ehf. – fundarboð
                 
5.            Ársfundur Byggðastofnunar – fundarboð
                 
6.            Erindi frá Þorbirni Árnasyni hdl. vegna orlofsmála fyrrum starfsmanns
                  sveitarfélagsins
                 
7.            Umsókn Eyjaskipa um leyfi til að flytja ferðafólk í Drangey með leiðsögumanni
                  sumarið 2002
                 
8.            Matsupphæð vegna Ljótsstaða
                 
9.            Styrkumsókn vegna reksturs systrasamtaka Stígamóta á Norðurlandi
              10.            Samningur UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um undirbúning og
                  fjármögnun Landsmóts UMFÍ í Skagafirði 2004
             
11.            Málefni Hótels Varmahlíðar ehf.
             
12.            Kaup á bíl til afnota fyrir öldrunarþjónustu og áhaldahús
             
13.            Frestun á aðalfundi Hrings – Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar
             
14.            Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl.
             
15.            Breytingar á samþykktum sveitarfélagsins
             
16.            Ráðningarsamningur sveitarstjóra
              17.            Erindi frá sýslumanni v/umsagnar um leyfi til veitingasölu
             
18.            Aðalfundarboð Skagafjarðarveitna ehf.
             
19.            Umsókn um niðurfellingu fasteignaskatts 

Sveitarstjóri setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 
AFGREIÐSLUR: 
    1.   Sveitarstjóri lagði fram tillögu um að Gísli Gunnarsson yrði formaður byggðarráðs og Bjarni Jónsson varaformaður.
Tillagan samþykkt með tveimur atkvæðum.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að sitji hjá. 
    2.   Lögð fram umsókn Lárusar D. Pálssonar, dagsett 15. júní 2002, um “brennuleyfi” vegna LH2002 á Vindheimamelum 5. júlí nk.
Byggðaráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti. 
   3. Lögð fram drög að samningi við Öryggisþjónustu Skagafjarðar ehf. um öryggisgæslu.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins um samninginn. 
    4.   Lagt fram fundarboð vegna aðalfundar Húseigna Skagafjarðar ehf. þann 26. júní nk.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjái sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt hlutfallslega. 
    5.   Lagt fram fundarboð vegna ársfundar Byggðastofnunar, 21. júní 2002.
Byggðarráð samþykkir að Katrín María Andrésdóttir verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum. 
    6.   Lagt fram bréf frá Þorbirni Árnasyni hdl., dagsett 9. júní 2002, vegna orlofsmála fyrrum starfsmanns sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Þorbjörn Árnason og afla frekari upplýsinga um málið. 
    7.   Lögð fram umsókn Eyjaskipa ehf., dagsett 10. júní 2002, um að fá að flytja ferðamenn út í Drangey ásamt leiðsögumanni, sumarið 2002.
Byggðarráð samþykkir umsóknina og felur jafnframt atvinnu- og ferðamálanefnd að skoða ferðamál í Drangey í heild sinni. 
    8.   Lagt fram bréf frá Verkfræðistofu Gunnars Torfasonar ehf., dagsett 9. júní 2002, varðandi staðgreiðsluverð Ljótsstaða ásamt matsgerð um Ljótsstaði.  Einnig lögð fram frumathugun Verkfræðistofu Austurlands frá þessum mánuði, vegna snjóflóðavarna við Ljótsstaði
Byggðarráð samþykkir að leggja til við Ofanflóðasjóð að íbúðarhúsið á Ljótsstöðum verði keypt upp. 
    9.   Lagt fram bréf frá systursamtökum Stígamóta á Norðurlandi, dagsett 10. júní 2002, þar sem sótt er um rekstrarstyrk til starfseminnar í ár.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn félagsmálanefndar. 
10.   Samningur UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um undirbúning og fjármögnun Landsmóts UMFÍ í Skagafirði 2004 kynntur (Áður á dagskrá 24. apríl 2002).
Byggðarráð samþykkir að Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri og Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur sveitarfélagsins verði fulltrúar í framkvæmdanefnd vegna uppbyggingar mannvirkja sem tengjast mótshaldinu.  
11.   Málefni Hótels Varmahlíðar ehf. kynnt. 
12.   Kaup á bifreið til afnota fyrir öldrunarþjónustu og áhaldahús.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að fá nánari upplýsingar um málið. 
13.   Frestun á aðalfundi Hrings – Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar hf.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að aðalfundi Hrings -Atvinnuþróunarfélagsins Skagafjarðar hf., verði frestað til síðari hluta
 júlímánaðar nk.
 
14.   Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl., dagsett 14. júní 2002, þar sem hann býður fram þjónustu sína sem lögmaður og löggiltur fasteignasali.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við Jón. 
15.  Tillögur vegna breytinga á Samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 2. maí 2002. 
Breytingin varðar 53. grein samþykktanna.
B.                    Fastanefndir kosnar til fjögurra ára.
1.                  Fjölskyldu- og þjónusturáð.

Tillögur að breytingum.
Lagt er til að Fjölskyldu- og þjónusturáð verði lagt niður.

B.                 Fastanefndir kosnar til fjögurra ára.
2.                  Umhverfis- og tækniráð.

Tillögur að breytingum.
Lagt er til að Umhverfis- og tækniráð verði lagt niður.

C.                  Ráðgefandi nefndir kosnar til fjögurra ára.

Tillögur að breytingum
a.                             
Lagt er til að ráðgefandi nefndir þ.e. Atvinnu- og ferðamálanefnd
og Starfsnefnd um umhverfisáætlun verði lagðar niður sem slíkar og breytt í fastanefndir.

b.                              Lagt er til að Atvinnu- og ferðamálanefnd verði fastanefnd sem heyri undir Umhverfis- og tæknisvið.
c.                              Lagt er til að Starfsnefnd um umhverfisáætlun verði fastanefnd sem heyri undir Umhverfis- og tæknisvið.  
Lögð er fram tillaga um eftirfarandi lýsingu á fastanefndinni Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.  Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn.  Nefndin fjallar um atvinnu- og ferðamál í Skagafirði og skal móta stefnu í þeim málaflokkum og forgangsraða aðgerðum sem nefndin telur brýnast á hverjum tíma.  Einnig skal nefndin hafa yfirsýn yfir atvinnulíf í Skagafirði, fylgjast með þróun, stöðu og horfum í atvinnumálum sveitarfélagsins og taka þátt í umræðu um atvinnumál af hálfu sveitarfélagsins og stuðla að atvinnuuppbyggingu og nýsköpun í Skagafirði.
Ennfremur skal nefndin greina leiðir til þess að efla atvinnulíf á svæðinu og skal í því skyni hafa náið samstarf við fyrirtæki og stofnanir sem hafa með atvinnumál að gera svo og við mennta- og rannsóknarstofnanir. 
Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum. 
Lögð er fram tillaga um eftirfarandi lýsingu á fastanefndinni Umhverfisnefnd.
Sveitarstjórn kýs þrjá aðalmenn og jafnmarga til vara.  Skulu þeir allir vera aðalmenn eða varamenn í sveitarstjórn.  Nefndin fer með málefni sem varða náttúruverndarlög nr 44/1999 og heilbrigðismál skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.  Umhverfisnefnd vinnur að mótun umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið.  Við gerð svæðis- og aðalskipulagsáætlana skal leita eftir umsögn nefndarinnar í þeim málum sem hana varðar.  Þá skal skipulags- og byggingarnefnd hafa samráð við nefndina um aðra deiliskipulagsvinnu varðandi málefni sem heyra undir Umhverfisnefnd í samræmi við skipulagsreglugerð nr. 400/1998 og byggingareglugerð nr. 441/1998.
Auk ofangreindra verkefna getur sveitarstjórn falið nefndinni ýmis verkefni með erindisbréfum. 
Byggðarráð samþykkir breytingarnar með tveimur atkvæðum.  Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað að hann sitji hjá. 
16.   Ráðningarsamningur sveitarstjóra.
Byggðarráð samþykkir samninginn með tveimur atkvæðum.  Gunnar Bragi Sveinsson greiðir atkvæði á móti. 
17.   Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. júní 2002, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Jónsdóttur fh. Myndheima ehf. um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu að Kaupvangstorgi 1, Sauðárkróki.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina. 
18.   Lagt fram fundarboð frá Skagafjarðarveitum ehf. um aðalfund þann 9. júlí nk., kl. 15:30 í Bæjarþingsalnum á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem sjái sér fært að mæta fari með atkvæðisrétt hlutfallslega. 
  19.   Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl.12:45