Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

158. fundur 28. nóvember 2001
Byggðarráð  Skagafjarðar
Fundur 158 - 28.11.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 28. nóvember, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
  
         Mætt voru:  Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir auk sveitarstjóra Jóns Gauta Jónssonar.
DAGSKRÁ:
            1.      Fjárhagsáætlun 2002 – forsendur tekjuáætlunar
            2.      Fjárhagsáætlun 2002 – rammar frá sviðsstjórum
            3.      Húsnæðismál skrifstofu sveitarfélagsins
            4.      Yfirlit staðgreiðslu janúar – nóvember 2002
            5.      Fundargerðir Launanefndar – 173. og 174. fundur
            6.      Fundargerð samstarfsnefndar LN og SGS
            7.      Erindi frá Trausta Sveinssyni, Bjarnargili
            8.      Erindi frá Samtökum herstöðvarandstæðinga
            9.      Yfirlit um atvinnuástandið í október
            10.  Tilkynning um launaráðstefnu
            11.  Ráðstefna um rafrænar kosningar

AFGREIÐSLUR:
      1.          Byggðarráð samþykkir að álagning fasteignagjalda árið 2002 verði sem hér segir:
 
 
 
 
Álagning
Sauðárkrókur:                   
 
2002
 
Fasteignaskattur A-flokkur
0,43#PR
 
Fasteignaskattur B-flokkur  
1,58#PR
 
Lóðarleiga íbúðarlóða  
 
1,00#PR
 
Lóðarleiga atvinnulóða
 
2,00#PR
 
Lóðarleiga ræktunarlands, kr. á m2
0,60
 
Holræsagjald 
 
0,25#PR
 
Sorphirðugjald á ílát , kr.
 
      6.800
 
 
 
 
 
Hofsós og Varmahlíð:          
 
 
 
Fasteignaskattur A-flokkur      
0,42#PR
 
Fasteignaskattur B-flokkur
1,39#PR
 
Lóðarleiga íbúðarlóða
 
1,00#PR
 
Lóðarleiga atvinnulóða
 
2,00#PR
 
Holræsagjald 
 
0,25#PR
 
Sorphirðugjald á ílát, kr.
 
6.800
 
Sorphirðugjald á ílát - sumarhús, kr.
2.300
 
 
 
 
 
 Dreifbýli:  
 
 
 
 
Fasteignaskattur A-flokkur
0,42#PR
 
Fasteignaskattur B-flokkur
1,39#PR
 
 
 
 
Gjalddagar verða sjö á tímabilinu febrúar – ágúst.
 
 
 
 
 
Reglur um niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega verði óbreyttar frá árinu 2001.
 
 
Fasteignaskattur verður eingöngu felldur niður af því húsnæði elli- og örorkulífeyrisþega, sem þeir búa í sjálfir.
 
Tillaga:
Vegna fyrirsjáanlegra fráveituframkvæmda samþykkir byggðarráð að leggja hluta holræsagjalda til hliðar þannig að unnt verði að mæta útgjöldum vegna þeirra þegar þar að kemur.

Snorri Styrkársson, Herdís Á. Sæmundardóttir og Elinborg Hilmarsdóttir.

Byggðarráð samþykkir tillöguna.
Byggðarráð samþykkir eftirfarandi breytingar á  gjaldskrá fyrir sorphirðu og og sorpurðun í Sveitarfélaginu Skagafirði á árinu 2002:
1. grein
  
       Sorphirðugjald á ílát, íbúðarhúsnæði verður kr. 6.800
  
      
Sorphirðugjald á ílát, sumarhús verður kr. 2.300
2. grein
        Flokkur 1 verður kr. 5.500
        Flokkur 2 verður kr. 33.000
        Flokkur 3 verður kr. 99.000
        Flokkur 4 verður kr. 198.000
        Flokkur 5 verður kr. 396.000
  
     Bújarðir eða býli með atvinnustarfsemi verður kr. 6.800
        Þjónustubýli verður kr. 3.300
  
     Sumarbústaðir verða kr. 1.650
      2.          Sveitarstjóri fór yfir og kynnti rammaáætlanir sviðsstjóra sveitarfélagsins vegna fjárhagsáætlunar 2002.
      3.          Sveitarstjóri kynnti mögulegar breytingar á húsnæðismálum skrifstofu sveitarfélagsins.
      4.          Lagt fram til kynningar yfirlit staðgreiðslutekna tímabilið janúar – nóvember 2001.
      5.          Lagðar fram til kynningar fundargerðir Launanefndar sveitarfélaga vegna 173. og 174. fundar.
      6.          Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 13. nóvember 2001, þar sem kynnt er fundargerð 4. fundar samstarfsnefndar Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands.
      7.          Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dagsett 26. nóvember 2001, þar sem hann óskar umsagnar um kæru hans til umhverfisráðherra vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum vegna gerðar jarðganga ásamt vegtengingum á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á utanverðum Tröllaskaga.  Einnig beiðni um eindregna stuðningsyfirlýsingu við erindi til samgönguráðherra með bréfi dags. 23.06.2001.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 4. september sl. athugasemdir við mat á umhverfisáhrifum vegna jarðganga á utanverðum Tröllaskaga og vísar byggðarráð til þeirra.
Byggðarráð tekur undir að nauðsynlegt er að fram fari frekari rannsóknir á áhrifum jarðgangagerðar á svonefndri Fljótaleið.  Byggðarráð tekur ekki afstöðu til verklagsreglna framkvæmda við jarðgangagerð.
      8.          Lagt fram bréf frá Samtökum herstöðvarandstæðinga, dagsett 1. nóvember 2001, varðandi yfirlýsingu um kjarnorkuvopnalaust sveitarfélag.
Byggðarráð samþykkir með þremur atkvæðum að lýsa því yfir að Sveitarfélagið Skagafjörður er kjarnorkuvopnalaust svæði.  Gísli Gunnarsson og Ásdís Guðmundsdóttir óska bókað að þau sitji hjá og geri frekari grein fyrir afstöðu sinni á sveitarstjórnarfundi.
      9.          Lagt fram til kynningar yfirlit um atvinnuástandið í október sl.
  10.          Lögð fram tilkynning um launamálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Launanefndar sveitarfélaga 3. desember nk.
  11.          Lagt fram bréf frá Skýrr og Einari J. Skúlasyni ehf., varðandi ráðstefnu um rafrænar kosningar þann 30. nóvember nk.
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt, fundi slitið kl. 1205.