Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

131. fundur 21. mars 2001

Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur  131 – 21.03. 2001

Ár 2001, miðvikudaginn 21. mars, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað, auk sveitarstjóra Snorra Björns Sigurðssonar.

DAGSKRÁ:
                1.      Viðræður við Ríkarð Másson sýslumann ofl.
                2.      Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu
                3.      Bréf frá Sýslumanni
                4.      Bréf frá áhugafólki um byggðamál í Skagafirði
                5.      Boðgreiðslusamningur
                6.      Fjármál

AFGREIÐSLUR:
1.       Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Ríkarður Másson, Sigurjón Ingimarsson formaður hússtjórnar Miðgarðs og Kolbeinn Konráðsson húsvörður félagsheimilisins Miðgarðs ásamt menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa komu á fund byggðarráðs til viðræðu vegna ákvörðunar sýslumanns um hækkun aldurstakmarks að opinberum dansleikjum í félagsheimilum í Skagafirði.
2.       Lagt fram bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 14. mars 2001, varðandi skil á fjárhagsáætlun og þriggja ára áætlun sveitarfélaga til ráðuneytisins.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir fresti til að skila inn þriggja ára áætlun.
3.       Lagt fram bréf frá Sýslumanni, dagsett 14. mars 2001, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Auðar Herdísar Sigurðardóttur, um leyfi til að reka veitinga- og greiðasölu í Áskaffi, Glaumbæ.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
4.       Lagt fram bréf frá áhugfólki um byggðamál, dagsett 8. mars 2001, þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn boði til opins fræðslu- og umræðufundar um sorpurðun á Kolkuósssvæðinu auk annara sveitarstjórnarmálefna.  Sérstaklega verði til fundarins boðað í fyrrum Viðvíkur-, Hóla- og Hofshreppum.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að koma þessum fundi á í næsta mánuði.
5.       Lagt fram bréf frá VISA ÍSLAND – Greiðslumiðlun hf., dagsett 15. mars 2001, þar sem tilgreint er tilboð um Boðgreiðsluviðskipti.
Byggðarráð samþykkir að fela fjármálastjóra að ganga frá samningi við VISA-ÍSLAND – Greiðslumiðlun hf.
6.       Byggðarráð samþykkir að heimila sveitarstjóra hefja lán hjá Búnaðarbanka Íslands hf. allt að kr. 180 milljónir.  Lánstími sé 8 til 9 mánuðir.
Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1205.
                                                            Margeir Friðriksson, ritari.