Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

98. fundur 06. júní 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 98 – 06.06. 2000

    Ár 2000, þriðjudaginn 6. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Viðræður við stjórn Fjölnets.
    2. Átaksverkefni.
    3. Byggingarnefnd heimavistar.
    4. Niðurfellingar.
    5. Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
    6. Bréf frá Kongsberg.
    7. Bréf frá Jóni Ormari Ormssyni.
    8. Bréf frá Brunabótafélagi Íslands.
    9. Bréf frá SFNV.
    10. Bréf frá Launanefnd sveitarfélaga ásamt kjarasamningi við Fram og Ölduna.
    11. Umsókn um vínveitingaleyfi K.S. Varmahlíð.
    12. Umsókn um vínveitingaleyfi Guðmunda Sigfúsdóttir.
AFGREIÐSLUR:
  1. Á fundinn komu fulltrúar Fjölnets, Valbjörn Geirmundsson, Gunnar Gestsson og Páll Kolbeinsson. Kynntu þeir fyrir byggðarráðsmönnum markmið félagsins sem er að leggja fjölnetskerfi á Sauðárkróki. Óska þeir eftir samvinnu við sveitarfélagið um lagningu rörakerfis vegna þessa verkefnis, sem yrði þá í formi vinnuframlags starfsmanna sveitarfélagsins, notkun tækja sveitarfélagsins o.þ.h. Byggðarráð samþykkir að forst.menn veitna og tæknideildar taki þátt í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins.
    Páll Kolbeinsson mætir nú á fund Byggðarráðs.

  2. Sveitarstjóri sagði frá könnun sem gerð hefur verið á þörf fyrir átaksverkefni vegna atvinnu fyrir ungmenni á aldrinum 16 –20 ára. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.

  3. Sveitarstjóri sagði frá því að sveitarstjórn þurfi að tilnefna einn aðila í bygginganefnd heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurl.vestra. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá málinu.

  4. Byggðarráð samþykkir að gatnagerðargjöld Þels h.f. verði þinglýst sem kvöð á eignum fyrirtækisins. Þá samþykkir byggðarráð að fasteignaskattur fyrirtækisins verði álagður eins og um útihús á bújörð væri að ræða. Álagning annarra gjalda breytist ekki.
  5. Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 25. maí s.l., þar sem fram kemur að sveitarfélaginu Skagafirði er veittur frestur til 10. júní n.k. til að skila inn samþykktum ársreikningi fyrir árið 1999, þriggja ára áætlun sveitarfélagsins og fjármagnsyfirliti með fjárhagsáætlun fyrir árið 2000, ásamt upplýsingum um áætlaðar peningalegar eignir og heildarskuldir í árslokin.
  6. Lögð fram dagskrá vinabæjamóts í Kongsberg 14. – 17. júní n.k.
  7. Lagt fram bréf frá Jóni Ormari Ormssyni f.h. Leikhópsins tvær konur, þar sem m.a. er óskað eftir styrk vegna ferða með leiksýninguna Tvær konur við árþúsund. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar til skoðunar og úrvinnslu.

  8. Lagt fram til kynningar bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, ásamt reglum fyrir Styrktarsjóð EBÍ.
  9. Lagt fram til kynningar bréf frá SFNV dags. 30. maí s.l., þar sem fram koma ákvarðanir stjórnar SFNV varðandi málefni fatlaðra.
  10. Lagt fram bréf frá Launanefnd sveitarfélaga ásamt kjarasamningi við Fram og Ölduna. Byggðarráð samþykkir kjarasamninginn fyrir sitt leyti.

  11. Lögð fram umsókn K.S. Varmahlíð um vínveitingaleyfi. Öll tilskilin gögn liggja fyrir ásamt jákvæðum umsögnum umsagnaraðila. Byggðarráð samþykkir því að umbeðið leyfi verði veitt.

  12. Lögð fram umsókn um vínveitingaleyfi í félagsheimilinu Árgarði, frá Guðmundu Sigfúsdóttur.
          Byggðarráð samþykkir að hafna umsókninni.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.oo.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson
Ingibjörg Hafstað
                           Elsa Jónsdóttir, ritari
                           Snorri Björn Sigurðsson