Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

94. fundur 17. maí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 94 – 17.05. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 17. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Viðræður við starfsmenn í Áhaldahúsi.
    2. Minnisblað vegna Steinullarverksmiðjunnar.
    3. Bréf frá Búnaðarbanka Íslands hf.
    4. Erindi vegna #GLUtanfararsjóðs sjúkra#GL.
    5. Bréf frá SFS.
    6. Erindi frá Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju.
    7. Ályktun aðalfundar SFS.
    8. Erindi frá Félagi íslenskra leikskólakennara.
    9. Erindi frá SSNV.
    10. Erindi frá Akureyrarbæ.
    11. Viðræður við undirbúningshóp um byggingu reiðhallar.
    12. Erindi frá Hafsteini Oddssyni.
    13. Landamerki Ásgarðs og Miklahóls.
    14. Ræktunarlönd á Sauðárkróki.
    15. Bréf frá Búhöldum shf.
    16. Bréf frá Sýslumanni.
TIL KYNNINGAR:
Fundargerð Launanefndar sveitarfélaga 23. mars.
Dagskrá ferðar fjárlaganefndar um Norðurland vestra.
AFGREIÐSLUR:
  1. Starfsmenn áhaldahúss komu til viðræðna við byggðarráð um ósk sína að ganga í Starfsmannafélag Skagafjarðar og taka laun eftir þeirra samningum.
  2. Lagt fram til kynningar minnisblað varðandi Steinullarverksmiðjuna hf., dagsett 11. maí 2000.
  3. Lagt fram til kynningar svarbréf frá Búnaðarbanka Íslands hf., dagsett 10. maí 2000, varðandi mögulega aukningu á starfsemi Búnaðarbanka Íslands hf. utan höfuðborgarsvæðisins.
  4. Lagt fram bréf frá Erni Ragnarssyni, formanni stjórnar Utanfararsjóðs sjúkra, dagsett 10. maí 2000, um að sveitarstjórn kjósi þrjá menn í stjórn sjóðsins. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til næsta sveitarstjórnarfundar.

  5. Lagt fram bréf frá Starfsmannafélagi Skagafjarðar, þar sem tilkynnt er um að aðildarumsókn starfsmanna í áhaldahúsi hafi verið samþykkt á aðalfundi félagsins þann 27. apríl sl.
  6. Lagt fram bréf frá sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju, dagsett 5. maí 2000, varðandi næstu framkvæmdir við kirkjugarðinn og gatnagerð þar að lútandi. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.

  7. Lögð fram eftirfarandi ályktun aðalfundar Starfsmannafélags Skagafjarðar frá 27. apríl 2000: #GLAðalfundur Starfsmannafélags Skagafjarðar haldinn í Ljósheimum 27. apríl 2000 skorar á sveitarsjórn Skagafjarðar að gefa Launanefnd sveitarfélaga ekki fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar. Fundurinn telur að sveitarstjórnin eigi ekki að afsala sér þeim rétti að hafa eitthvað um launamál starfsmanna sinna að segja.#GL

  8. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagi íslenskra leikskólakennara, dagsett 2. maí 2000, varðandi stuðning við nema í fjarnámi í leikskólafræðum.
  9. Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 8. maí 2000, þar sem tilkynnt er um að 8. ársþing SSNV verði haldið 25. og 26. ágúst 2000 að Hólum í Hjaltadal í boði Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  10. Lagt fram til kynningar bréf frá Akureyrarbæ, þar sem eftirfarandi bókun bæjarráðs kemur fram: #GLMeð vísan til áhuga sem fram hefur komið bæði hjá sveitarstjórn Skagafjarðar og í bæjarstjórn Akureyrar á frekara samstarfi sveitarfélaganna samþykkir bæjarráð að bjóða byggðarráði Skagafjarðar í heimsókn til Akureyrar í vor og felur bæjarstjóra og formanni bæjarráðs að undirbúa heimsóknina.#GL
    Byggðarráð þakkar fyrir boðið og samþykkir að þekkjast það. Sveitarstjóra falið að hafa samband um nánari tímasetningu.

  11. Viðræður við undirbúningshóp um byggingu og rekstur reiðhallar á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða þau mál sem snúa að mögulegri aðkomu sveitarfélagsins.

  12. Lagt fram bréf frá Hafsteini Oddssyni, dagsett 14. maí 2000, varðandi ósk um aðstöðu í höfnunum á Sauðárkróki, Hofsósi og Haganesvík fyrir bátaleigu. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til hafnarstjórnar.

  13. Landamerki Ásgarðs og Miklahóls. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna að lausn þessa máls.

  14. Ræktunarlönd á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa ræktunarlöndin til leigu.

  15. Lagt fram bréf frá Búhöldum shf., dagsett 16. maí 2000, varðandi nöfn á íbúðargötum í nýskipulögðu hverfi vestan við sjúkrahúsið. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninefndar.

  16. Lagt fram bréf frá Sýslumanni, dagsett 15. maí 2000, varðandi umsögn um umsókn Steinu Margrétar Finnsdóttir um leyfi til að reka veitingahús að Aðalgötu 16.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1240.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað
                     Margeir Friðriksson, ritari
                     Snorri Björn Sigurðsson