Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

91. fundur 04. maí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 91 – 04.05. 2000

Ár 2000, fimmtudaginn 4. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Viðræður við skólamálastjóra m.a. um skólaakstur.
    2. Bréf frá Sýslumanni (áður á dagskrá 12. apríl).
    3. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
    4. Bréf frá Jóni Eiríkssyni.
    5. Bréf frá Karlakórnum Heimi.
    6. Bréf frá Sjúkraliðafélagi Íslands.
    7. Bréf frá S.Í.S.
    8. Bréf frá foreldrum leikskólabarna í Fljótum.
    9. Bréf frá Slátursamlagi Skagafjarðar ehf. (kynnt á fundinum).
    10. Bréf frá Samtökunum #EFK78.
    11. Bréf frá LACDE 2000.
    12. Bréf frá Sjálfsbjörg.
    13. Erindi frá deildarstjóra málefna fatlaðra.
    14. Erindi starfsmanna í áhaldahúsi (áður á dagskrá 22. mars).
    15. Samningur um sjúkraflutninga.
    16. Aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár.
    17. Erindi frá umhverfis- og tækninefnd.
    18. Vinabæjarmót í Kongsberg.
    19. Bréf frá Menntamálaráðuneytinu.
Til kynningar:
Bréf frá heilbrigðisfulltrúa.
Ferð skólanefndar 13. og 14. apríl (skýrsla).
AFGREIÐSLUR:
  1. Rúnar Vífilsson skólamálastjóri kom á fundinn og kynnti útboðslýsingu fyrir skólaakstur í sveitarfélaginu. Elinborg vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

  2. Erindi frá Sýslumanni varðandi umsögn um umsókn Guðmundu Sigfúsdóttur um leyfi fyrir auknu gistirými í félagsheimilinu Árgarði og í íbúðar húsinu að Héraðsdal. Áður á dagskrá 12. apríl sl. Byggðarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti.

  3. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 17. apríl 2000, varðandi framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna sérþarfa fatlaðra nemenda í grunnskólum á yfirstandandi fjárhagsári. Framlag ársins til Sveitarfélagsins Skagafjarðar verður kr. 4.685.000.
  4. Lagt fram bréf frá Jóni Eiríkssyni, dagsett 19. apríl 2000, þar sem óskað er eftir endurnýjun á samningi um Drangey frá því í fyrra. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.

  5. Lagt fram bréf frá Karlakórnum Heimi, dagsett 12. apríl 2000, varðandi umsókn um ferðastyrk vegna ferðar á Heimssýninguna í Hannover í ágúst nk. þar sem kórinn mun syngja. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til menningar- íþrótta- og æskulýðsnefndar.

  6. Lagt fram bréf frá Sjúkraliðafélagi Íslands, dagsett 13. apríl 2000, varðandi ósk um viðræður til að ganga frá kjarasamningi fyrir starfsmann sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu og felur sveitarstjóra að kanna málið nánar.

  7. Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 18. apríl 2000 varðandi ráðstefnu um einkaframkvæmdir á vegum sveitarfélaga, sem haldin verður þann 17. maí nk. í Hafnarfirði.
  8. Lagt fram til kynningar bréf frá foreldrum barna á dagvistunni Bangsabæ í Fljótum, dagsett 15. mars 2000, þar sem óskað er eftir að dagvistunin verði opin alla virka daga, átta tíma á dag, tímabilið 1. maí – 1. september.
  9. Lagt fram bréf frá Slátursamlagi Skagfirðinga ehf. Byggðarráð samþykkir að fresta erindinu til næsta fundar.

  10. Lagt fram bréf frá Samtökunum ’78, dagsett 12. apríl 2000, varðandi umsókn um fjárstyrk til samtakanna. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.

  11. Lagt fram bréf frá LACDE 2000, dagsett 14. apríl 2000, varðandi alþjóðlega ráðstefnu um hamfarir og neyðarviðbrögð, sem haldin verður í Háskólabíó dagana 27.-30. ágúst nk. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til almannavarnanefndar Skagafjarðar.

  12. Lagt fram til kynningar bréf frá Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, dagsett 18. apríl 2000, varðandi samnorræna ráðstefnu að Lýsuhóli á Snæfellsnesi um #GLAlmenningsfarar-tæki með tilliti til hreyfihamlaðra#GL, sem haldin verður 5. og 6. maí 2000.
  13. Lagt fram til kynningar bréf frá Þuríði Ingvarsdóttur, deildarstjóra málefna fatlaðra hjá sveitarfélaginu, dagsett 12. apríl 2000, varðandi launakjör starfsmanna eftir yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríkinu.
  14. Erindi starfsmanna í áhaldahúsi frá 22. mars sl. tekið upp aftur og lagt fram bréf frá Verkalýðsfélaginu Fram. Byggðarráð samþykkir að bjóða forsvarsmönnum Starfsmannafélagsins og Verkalýðsfélaginu Fram til viðræðna um málið.

  15. Lagður fram samningur um sjúkraflutninga á milli Heilbrigðisstofnunarinnar Sauðárkróki og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir framlagðan samning.

  16. Lagt fram aðalfundarboð Veiðifélags Miklavatns og Fljótaár sem haldinn verður að Ketilási laugardaginn 6. maí nk. Byggðarráð samþykkir að Snorri Björn verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum.

  17. Tekið fyrir erindi er vísað var til byggðarráðs frá umhverfis- og tækninefnd, varðandi byggingarmál aldraðra á Sauðárhæðum. Byggðarráð samþykkir að Snorri Björn, Herdís, Gísli og Ingibjörg verði fulltrúar í viðræðunefnd við þá aðila er koma að byggingarmálum aldraðra á Sauðárhæðum.

  18. Vinabæjarmót í Kongsberg 14.-17. júní. Samþykkt að 3 sveitarstjórnarmenn ásamt sveitarstjóra sæki mótið.

  19. Lagt fram bréf frá Menntamálaráðuneytinu varðandi skipan í skólanefnd FNV. 

    Byggðarráð samþykkir að óska eftir því að SSNV tilnefni fulltrúa sveitarfélaga á Norðurl. vestra í skólanefnd.
Til kynningar:
Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
Lögð fram skýrsla skólanefndar vegna kynnisferðar til Árborgar og Reykjanesbæjar 13. og 14. apríl sl.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.20.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað
                  Kristín Bjarnadóttir, ritari
                  Snorri Björn Sigurðsson