Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

59. fundur 23. ágúst 2023 kl. 15:00 - 16:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar var samþykkt að taka mál 2308120 Áskorun til matvælaráðherra á dagskrá með afbrigðum.

1.Félagsheimili og Menningarhús - eignarhald

Málsnúmer 2308103Vakta málsnúmer

Sunna Björk Atladóttir lögmaður og Sigfús Ólafur Guðmundsson verkefnastjóri komu á fundinn til að upplýsa um skráð eignarhald félagsheimilanna tíu í Skagafirði í þinglýsingarbókum.
Byggðarráð samþykkir að fela þeim að afla frekari gagna.

2.Nafir - ofanflóð - Skógargata, Brekkugata og Lindargata, rannsóknir 2022

Málsnúmer 2208146Vakta málsnúmer

Lögð fram bókun 16. fundar umhverfis- og samgöngunefndar þann 18. ágúst 2023. Einnig lagðar fram tillögur um aðgerðir vegna hættu á jarðskriði neðan Brekkugötu á Sauðárkróki og Lindargötu 15 á Sauðárkróki. Enn er verið að skoða mögulega lausn vegna Skógargötu 6B.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun ársins vegna framkvæmdanna.

3.Uppsögn á hólfi 10 og nafnaskipti á 16

Málsnúmer 2308063Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 15. ágúst 2023 frá Jóni Gísla Jóhannessyni, Hofsósi, þar sem hann segir upp leigu á "Bræðraborgartúninu", hólf nr. 10, 3,2ha f.h. dánarbús föður síns Jóhannesar Pálssonar og óskar eftir því að fá "Gíslatún", hólf 16, 3,0ha sem sömuleiðis var leigt til Jóhannesar Pálssonar, úthlutað til sín.
Byggðarráð vill benda á að öll lönd og landskikar sem sveitarfélagið hefur til leigu eru auglýst og samþykkir því að hólf númer 10 og 16 verði auglýst til leigu.

4.Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skv. 42.gr. félagsþj. laga

Málsnúmer 2303099Vakta málsnúmer

Skv. 42.gr. félagsþjónustulaga með síðari breytingum, skal samráðshópur um málefni fatlaðs fólks vera starfræktur á sameiginlegu þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Fjallað er um það í gr. 2.10 í samningi sveitarfélaga um þjónustuna. Um er að ræða formlegan samráðsvettvang þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk og framkvæmd og þróun þjónustunnar. Í samráðshópunum skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum af þjónustusvæðinu og skal einn vera úr Skagafirði, einn úr Austur-Húnavatnssýslu og einn úr Húnaþingi vestra, auk þriggja fulltrúa sem tilnefndir eru af hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.
Byggðarráð samþykkir að formaður byggðarráðs verði fulltrúi Skagafjarðar í samráðshópnum.

5.Áskorun til matvælaráðherra

Málsnúmer 2308120Vakta málsnúmer

Byggðarráð samþykkir eftirfarandi áskorun til matvælaráðherra.
Á liðnu vori kynnti matvælaráðuneytið drög að nýrri gjaldskrá Matvælastofnunar sem fól í sér verulega hækkun á gjaldtöku vegna þjónustu sem stofnunin veitir, meðal annars matvælaframleiðendum, afurðastöðvum og smáframleiðendum. Í framleiðsluhéraði eins og Skagafirði þar sem matvælaframleiðsla er ein af stóru stoðum atvinnulífsins koma hækkanir sem þessar sér mjög illa fyrir alla framleiðendur, afurðastöðvar og neytendur. Hlutfallslega eru þó áhrifin mest á alla þá litlu framleiðendur sem hafa verið að byggja upp eigin vöruframboð undir merkjum smáframleiðenda eða beint frá býli. Við þá starfsemi hefur sveitarfélagið, landshlutasamtök og ríkið einnig stutt með margvíslegri aðkomu. Af viðbrögðum þessara aðila má ljóst vera að þessar hækkanir koma þeim mjög illa og sjá sumir hverjir ekki annað í stöðunni en að hætta framleiðslu og markaðssetningu undir merkjum beint frá býli.
Byggðarráð Skagafjarðar vill taka undir þá gagnrýni sem komið hefur fram frá Bændasamtökum Íslands, Samtökum fyrirtækja í landbúnaði, Samtökum smáframleiðenda matvæla og Beint frá býli ásamt gagnrýni fjölmargra bænda og framleiðenda á þessa gjaldskrárhækkun. Jafnframt skorar byggðarráð á matvælaráðherra að endurskoða og endurmeta þörfina á svona gríðarlega kostnaðarsömu eftirliti sem raun ber vitni. Einnig má vísa til þess að heilbrigðiseftirlitið hefur einnig skyldum að gegna gagnvart þessum aðilum með tilheyrandi kostnaði ásamt þeirri staðreynd að umsetning þeirra er mjög lítil þegar á heildina er litið.

6.Húsnæðisþing 2023

Málsnúmer 2308088Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um Húsnæðisþing HMS og innviðaáðuneytis sem haldið verður þann 30. ágúst 2023 á Hilton Reykjavík Nordica, Reykjavík.

7.Boð á þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle 2023

Málsnúmer 2308073Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf til sveitarstjóra þar sem honum er boðið til að sækja tíunda þing Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle, sem haldið verður dagana 19.-21. október 2023 í Reykjavík.

Fundi slitið - kl. 16:15.