Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

56. fundur 12. júlí 2023 kl. 14:00 - 15:34 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
 • Einar Eðvald Einarsson formaður
 • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
 • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
 • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
 • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Á 15. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 28. júní 2023, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins.
Sumarleyfið hefst 29. júní og lýkur 15. ágúst 2023.

1.Grunnskólinn á Hofsósi endurbætur 2023 - verðfyrirspurn

Málsnúmer 2307050Vakta málsnúmer

Í framhaldi af afgreiðslu máls 2211367-GAV Hofsós grunnskóli, endurbætur/hönnun, á 50. fundi byggðarráðs þann 31. maí 2023 var gerð verðfyrirspurn til verktaka vegna verkhluta við eldri byggingu grunnskólans á Hofsósi, utanhússklæðning og þakviðgerðir. Eitt svar barst, frá Uppsteypu ehf. sem er 126% af kostnaðaráætlun verksins, þ.e. 36.214.163 kr. og vinna við verkið getur hafist 15. júlí n.k. Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að ganga að verðtilboði Uppsteypu ehf. og felur Steini Leó Sveinssyni að setja verkið af stað sökum mikilvægi þess.

2.Aukin skrifstofurými á Sauðárkróki

Málsnúmer 2307054Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga af hálfu meirihluta byggðarráðs:
Fulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir leggja til að sveitarstjóra verði falið að gera tillögu að stofnun fasteigna- og rekstrarfélags með aðkomu fleiri aðila, sem myndi hafa það að markmiði að auka skrifstofurými í Skagafirði.
Greinargerð:
Einn liðurinn í að fjölga opinberum störfum í Skagafirði er að í boði sé nægt skrifstofurými til að taka við auknum verkefnum sem krefjast slíkrar aðstöðu, en fyrir liggur að skortur er á slíkri aðstöðu í dag. Rekstur skrifstofuhótela telst ekki til kjarnastarfsemi sveitarfélaga og því nauðsynlegt að fá utanaðkomandi fjárfesta að stofnun og rekstri félagsins sem ætlað er að reki sig svo með sjálfstæðum hætti.
Einar E. Einarsson
Sólborg S. Borgarsdóttir
Byggðarráð samþykkir tillöguna.

3.Ósk um framlengingu á samningi um rekstur sundlaugar að Sólgörðum

Málsnúmer 2307008Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 29. júní 2023 frá Ólöfu Ýrr Atladóttur f.h. Sótahnjúks ehf. þar sem óskað er eftir því að ganga til viðræðna við Skagafjörð um áframhaldandi rekstur Barðslaugar að Sólgörðum.
Byggðarráð þakkar fyrir erindið og stefnir á að hitta forsvarsmenn Sótahnjúks ehf. í Fljótum í komandi ágústmánuði.

4.Beiðni um þátttöku í viðhaldsverkefnum í Reiðhöllinni Svaðastöðum

Málsnúmer 2307042Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 6. júlí 2023 frá Flugu hf. þar óskað er eftir þátttöku sveitarfélagsins í viðhaldsverkefnum í Reiðhöllinni Svaðastöðum, með vísan í 5. grein samnings milli sveitarfélagsins og Flugu hf. um afnot og stuðning við rekstur reiðhallarinnar Svaðastaða á Sauðárkróki. Um er að ræða þátttöku í kaupum á annars vegar nýju plastgólfi í reiðhöllina og hins vegar vökvunarkerfi. Hestamannafélagið Skagfirðingur og Hrossaræktarsamband Skagfirðinga hafa samþykkt þátttöku í fjármögnun verkefnanna og þá mun Fluga hf. sjálf bera hluta kostnaðarins.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.

5.Landsmót hestamanna 2026 - verkefnisstjórn

Málsnúmer 2307058Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 10. júlí 2023 frá Hestamannafélaginu Skagfirðingi, þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið Skagafjörður tilnefni tvo fulltrúa af sinni hálfu í verkefnisstjórn vegna Landsmóts hestamanna að Hólum í Hjaltadal árið 2026.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra og Stein Leó Sveinsson sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs sem fulltrúa sína í verkefnisstjórnina.

6.Koma skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2306263Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 26. júní 2023 frá Crusie Europe varðandi fyrirspurn um mögulega afþreyingu farþega skemmtiferðaskipa sem koma til Sauðárkrókshafnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið svo fremi að tilskilin leyfi séu uppfyllt og lögum og reglum framfylgt.

7.Verklagsreglur Skagafjarðar um rafræna vöktun

Málsnúmer 2307022Vakta málsnúmer

Lagðar fram verklagsreglur Skagafjarðar um rafræna vöktun.
Byggðarráð samþykkir framlagðar verklagsreglur með áorðnum breytingum.

8.Frágangur austan Sundlaugar Sauðárkróks

Málsnúmer 2306068Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 52. fundar byggðarráðs þann 14. júní 2023. Frágangur á 70m2 leiksvæði austan við sundlaugina á Sauðárkróki. Lögð fram bókun 15. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 15. júní 2023. Einnig lögð fram tillaga að leiktækjum á svæðið ásamt frágangi þess. Áætlaður kostnaður er 4.145 þkr. sem tekinn verður af fjárveitingu ársins 2023 til byggingar Sundlaugar Sauðárkróks.
Byggðarráð samþykkir framlagða tillögu og framkvæmd.

9.Landbúnaðarnefnd - 10

Málsnúmer 2307003FVakta málsnúmer

Fundargerð 10. fundar landbúnaðarnefndar frá 5. júlí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 56. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Málið áður á dagskrá 5. og 6. fundar landbúnaðarnefndar. Lögð fram drög að breytingum á samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir að fela Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að gera breytingar á samþykktinni í samræmi við umræður á fundinum og leggja aftur fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Landbúnaðarnefnd hefur úthlutað 5.238 þkr. framlagi til hluta fjallskilasjóða í sveitarfélaginu, af 8.050 þkr. fjárveitingu ársins.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 1.950 þkr. á þessum fundi af fjárveitingu ársins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Lagðar fram upplýsingar frá Vegagerðinni varðandi umsókn sveitarfélagsins um fjárveitingu til styrkvega 2023. Samþykkt var að veita sveitarfélaginu 3.000.000 kr. í styrk. Fjármagninu hefur ekki verið útdeilt á verkefni, en málið er á forræði umhverfis- og samgöngunefndar.
  Landbúnaðarnefnd leggur til við umhverfis- og samgöngunefnd að Unadalsafréttarvegur, Þúfnavallaleið, Hrolleifsdalsafréttarvegur, Flókadalsafréttarvegur, Haugakvíslarvegur, Heiðarlandsvegur og Kolbeinsdalsafréttarvegur fái forgang við úthlutun styrkfjárins.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Fjallað um beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi jarðarinnar Austari-Hóls í Flókadal, dagsett 21. júní 2023, frá Þóri Jóni Ásmundssyni umráðamanni jarðarinnar. Nefndin var upplýst um erindið og svarbréf sveitarstjóra við beiðninni, dagsett 29. júní 2023. Landbúnaðarnefndarfulltrúar, Axel Kárason formaður og Hrólfur Þeyr Hlínarson áheyrnarfulltrúi greindu frá vettvangsferð sinni þann 6. júní 2023 í Flókadal, þar sem þeir ræddu við fjáreigendur.
  Málið er á rannsóknarstigi en Arnór Halldórsson lögmaður er til aðstoðar við þá rannsókn og undirbúning ákvarðanatöku. Samhliða rannsókn á meintum ágangi fjár eru til skoðunar girðingamál á umræddu svæði.
  Nefndin áréttar mikilvægi þess að matvælaráðuneytið vinni ötullega að því að eyða réttaróvissu sem virðist ríkja, ef marka má álit innviðaráðuneytisins frá 23. júní s.l., um rétt og skyldu sveitarfélaga til íhlutunar um mál er varða ágang búfjár, (e.a. með undirbúningi viðeigandi löggjafar), í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi leggur til að gerður verði verktakasamningur við Steindór Búa Sigurbergsson um veiðar á ref í nágrenni Skatastaða.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir að Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi geri verktakasamning við Steindór Búa Sigurbergsson.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Erindið áður á 9. fundi nefndarinnar þann 27. apríl 2023. Munnlegt erindi hefur borist frá Andrési Helgasyni bónda í Tungu, þar sem hann óskar eftir leigu á landi sveitarfélagsins, móti Tungulandi sunnan Gönguskarðsár.
  Landbúnaðarnefnd samþykkir að beina því til byggðarráðs að landbúnaðarnefnd mælist til að Andrési Helgasyni verði leigt landið til hrossabeitar til fimm ára.
  Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Hofsafréttar fyrir árið 2022. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Austur-Fljóta fyrir árið 2023. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir landbúnaðarnefnd verkefni sem Náttúrustofa Norðurlands vestra er að vinna að um þessar mundir. Hulda Hermannsdóttir háskólanemi í vistfræði starfar að refarannsóknum í Skagafirði í sumar. Styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna kostar verkefnið. Megin viðfangsefnið verður skráning á ábúð refagrenja, þar sem tekið verður fyrir ákveðið svæði og skráð ábúðartíðni á öllum þekktum grenjum á því svæði, eins langt og heimildir finnast. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti fyrir landbúnaðarnefnd gerð nákvæms örnefnakorts af Nýjabæjar-og Hofsafrétt. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.
 • Landbúnaðarnefnd - 10 Á aðalfundi Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahreppi þann 25. maí 2023, kom fram sú hugmynd að formenn allra veiðifélaga í Skagafirði sendu sínum félagsmönnum sameigilega orðsendingu, þess efnis að sýna nærgætni við sjóbleikjustofninn, sem á mjög undir högg að sækja. Fram kemur í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar að hnign­un bleikju á norður­hveli er mikið áhyggju­efni en hnign­un er ekki bara staðfest á Íslandi held­ur er það sama uppi á ten­ingn­um í Nor­egi norðanverðum. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.

10.Fræðslunefnd - 17

Málsnúmer 2307004FVakta málsnúmer

Fundargerð 17. fundar fræðslunefndar frá 7. júlí 2023 lögð fram til afgreiðslu á 56. fundi byggðarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
 • Fræðslunefnd - 17 Á sl. ári var ráðist í ýmsar aðgerðir í leikskólamálum í Skagafirði til að bæta starfsumhverfi leikskólanna, efla jákvæða vinnustaðamenningu og laða að starfsfólk. Um er að ræða eftirfarandi aðgerðir:

  - Starfsmenn leikskóla fá 50% afslátt af dagvistunargjöldum.
  - Undirbúningstímar veittir til leikskólaliða og ófaglærða starfsmanna sem starfað hafa í 3 ár eða lengur.
  - Ráðning á fólki í sveigjanlegar afleysingar, s.s. vegna fjarveru starfsmanna sem eru í námi.
  - Ráðning á nýrri 50% stöðu aðstoðarleikskólastjóra og bætt við 50% stöðu deildarstjóra námsaðlögunar í Ársölum.
  - Reglubundin mannauðsráðgjöf og stuðningur við stjórnendur og starfsfólk.
  - Innleiðing á stefnu og viðbrögðum vegna veikinda og endurkomu til vinnu svo unnt sé að bregðast við og styðja starfsfólk með viðeigandi hætti.
  - Starfsmenn sem ekki eiga börn á leikskóla fá tvo frídaga á þessu skólaári sem leitast verður við að veita í kringum jól og áramót eða í kringum páska.
  - Niðurfelling dvalargjalda til foreldra sem geta haft börnin sín heima þegar óskað verður eftir skráningu barna í kringum jól, áramót eða páska.
  - Styrkur til leikskóla Skagafjarðar vegna námsferðar leikskólanna að fjárhæð 30.000 kr. fyrir hvern starfsmann sem fer í ferðina. Leikskólarnir fá greiddan styrkinn.

  Hluti af ofangreindum aðgerðum voru tímabundnar til 12 mánaða sem endurskoða ætti í ljósi reynslunnar sem af þeim hlytist. Á fundi fræðslunefndar 5. júní sl. voru kynntar niðurstöður viðhorfskönnunar meðal starfsfólks leikskóla sem hluti af rýni og mati af árangri aðgerða. Í niðurstöðunum kemur fram að meirihluti svarenda eru ánægðir með aðgerðirnar og segja þær hafa skilað tilætluðum árangri. Jafnframt er meirihluti svarenda þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að halda aðgerðunum áfram.
  Í ljósi ofangreinds leggur meirihluti fræðslunefndar, Regína Valdimarsdóttir Sjálfstæðisflokki, og Hrund Pétursdóttir Framsóknarflokki, fram tillögu um óbreyttar og áframhaldandi aðgerðir í leikskólum Skagafjarðar til næstu 12 mánaða. Það er frá 1. september 2023 til 31. ágúst 2024. Á því tímabili mun jafnframt fara fram frekara endurmat á aðgerðunum og mælt hverjar þeirra hafi skilað tilsettum árangri og betra starfsumhverfi fyrir bæði starfsfólk og börn leikskólanna.

  Fræðslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til byggðaráðs.
  Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar fræðslunefndar staðfest á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023 með 3 atkvæðum.

11.Reykjarhóll tjaldsvæði L200362 - Lóðarmál

Málsnúmer 2305133Vakta málsnúmer

Málið áður tekið fyrir á 52. fundi byggðarráðs þann 7. júní 2023. Lögð fram til kynningar eftirfarandi bókun 12. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar frá 23. júní 2023: "Erindinu vísað frá 52. fundi byggðarráðs, 7. júní 2023, sem bókaði svo:
"Byggðarráð samþykkir að leita álits atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar á framtíðarsýn nefndarinnar varðandi tjaldsvæði sveitarfélagsins."

Erindinu hafði áður verið vísað til byggðarráðs frá 26. fundi skipulagsnefndar 1. júní 2023, sem bókaði svo:
"VG og óháð gera þá tillögu að stækka tjaldsvæðið í Varmahlíð um tún sem er í eigu sveitarfélagsins og er í beinu framhaldi af núverandi tjaldsvæði.
Tjaldsvæðið í Varmahlíð er mikill ferðamannasegull, enda vel staðsett á veðursælum stað. Af vinsældum tjaldsvæðisins njóta margir þjónustuaðilar góðs, bæði afþreyingarstaðir og veitingasalar sem og önnur þjónusta.
Umrætt tjaldsvæði fyllist gjarna af ferðafólki á sumrin svo vísa þarf gestum frá. Þessi stækkun væri talsverð og gæti sinnt mun fleiri ferðamönnum í sumar en hingað til.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til Byggðaráðs Skagafjarðar."

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir að ráðast í heildarendurskoðun á rekstri og utanumhaldi tjaldsvæða í eigu sveitarfélagsins. Mun endurskoðunin taka fyrir núverandi rekstarfyrirkomulag, þá samninga sem eru í gangi ásamt mögulegri stækkun á tjaldsvæðum í eigu Skagafjarðar. Verður endurskoðunin unnin í samráði við hlutaðeigandi aðila.
Nefndin felur starfsmönnum að hefja vinnu við endurskoðun tjaldsvæðanna."

12.Erindi frá sauðfjárbændum um ágang búfjár

Málsnúmer 2307019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 30. júní 2023 frá stjórn deildar sauðfjárbænda í Bændasamtökum Íslands, varðandi lausagöngu/ágang búfjár.

13.Lausaganga búfjár

Málsnúmer 2307043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. júlí 2023 frá Bændasamtökum Íslands til Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga á Íslandi, varðandi lausagöngu/ágang búfjár.

14.Skráning á fjármálaráðstefnu 2023 er hafin

Málsnúmer 2307046Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 7. júlí 2023 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi að skráning þátttakenda á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga dagana 21.-22. september 2023 er hafin.

15.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Fundargerð 931. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 21. júní 2023 lögð fram til kynningar á 56. fundi byggðarráðs 12. júlí 2023.

Fundi slitið - kl. 15:34.