Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

45. fundur 26. apríl 2023 kl. 12:00 - 13:53 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi

Málsnúmer 2304125Vakta málsnúmer

Undir þessum dagskrárlið kom Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs á fundinn og fór yfir framkvæmdir ársins vegna húsnæðis Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi og þar á meðal lagfæringu á fráveitulögnum sem reyndust í verra ástandi en búist var við. Búið er að bjóða út endurnýjun á gluggum, einangrun og klæðningu útveggja ásamt endurnýjun á þakklæðningu fyrir stóran hluta hússins.

2.Varmahlíð - VH-03, ný dæla, frágangur umhverfis og yfirfallslögn

Málsnúmer 2303260Vakta málsnúmer

Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið og kynnti nauðsynlegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í vegna hitaveituholu VH-03 í Varmahlíð. Áætlaður heildarkostnaður er 88,3 milljónir króna.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs að vinna frekar að málinu og undirbúa gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins.

3.Beitarhólf við Hofsós

Málsnúmer 2212153Vakta málsnúmer

Lagt fram kort af beitarhólfum við Hofsós merkt S01, í verki 416302 Stoð, breyting gerð 08.12. 2022 ásamt korti af Naustalandi. Engir samningar eru í gildi um skika númer 2 og 4 né Naustaland. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að fela umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að auglýsa skikana til leigu.

4.Óska eftir landi á leigu

Málsnúmer 2303165Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 15. mars 2023 frá Guðjóni Ólafi Guðjónssyni, þar sem hann óskar eftir að fá leigt hólf fyrir ofan Lækjarbakka 3 og norðan við Lækjarbrekku í Steinsstaðahverfi. Svæðið er í deiliskipulagsferli undir íbúðabyggð. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Byggðarráð samþykkir að synja erindinu.

5.Aðalfundur Landskerfis bókasafna 2023

Málsnúmer 2304098Vakta málsnúmer

Lagt fram aðalfundarboð frá Landskerfi bókasafna hf., dagsett 17. apríl 2023, vegna aðalfundar félagsins þann 9. maí 2023 í Reykjavík.

6.Samráð; Grænbók um sjálfbært Ísland

Málsnúmer 2304088Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 17. apríl 2023 þar sem forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2023, "Grænbók um sjálfbært Ísland". Umsagnarfrestur er til og með 29.05.2023.

7.Grænbók um sjálfbært Ísland - Fundarferð forsætisráðherra

Málsnúmer 2304081Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar auglýsing um fundarferð forsætisráðherra, "Mótum sjálfbæra framtíð. Samtal við forsætisráðherra um sjálfbært Ísland". Sjá nánar á heimasíðu https://www.stjornarradid.is/verkefni/sjalfbaert-island/

8.Fundagerðir Sambands ísl. sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 2301003Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 922.,923. og 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 13:53.