Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

30. fundur 10. janúar 2023 kl. 12:00 - 12:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Dagskrá

1.Lántaka langtímalána 2023

Málsnúmer 2301014Vakta málsnúmer

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 500 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og hitaveitu og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

2.Héðinsminni - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

Málsnúmer 2301047Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra úr máli 2023-000880. ahsig ehf., Brekkukoti, 560 Varmahlíð, sækir um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II-C, minna gistiheimili, í fasteigninni Héðinsminni, F214-1844. Hámarks gestafjöldi er 10 gestir. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

3.Samráð; Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu)

Málsnúmer 2301077Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. janúar 2023 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 3/2023, "Áform um lagasetningu - Breyting á lögum um stjórn fiskveiða og um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands (veiðistjórn grásleppu)". Umsagnarfrestur er til og með 02.02. 2023.
Byggðarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá Drangey, smábátafélagi Skagafjarðar, um málið.

Fundi slitið - kl. 12:15.