Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

21. fundur 09. nóvember 2022 kl. 16:00 - 17:31 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Samþykkt samhljóða að taka mál 2208220 á dagskrá með afbrigðum.

1.Samningur við Björgunarsveitina Skagfirðingasveit

Málsnúmer 2206288Vakta málsnúmer

Endurnýjun á samningi milli sveitarfélagsins og Skafirðingasveitar rædd.
Jóhanna Ey Harðardóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að boða forsvarsmenn björgunarsveitarinnar til viðræðu um endurnýjun samnings.

2.Nefndalaun

Málsnúmer 2210001Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um nýja útfærslu á launum fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum sveitarfélagsins. Helstu breytingar eru þær að áheyrnarfulltrúar fá sömu nefndarlaun til jafns við aðra nefndarmenn og þóknun fyrir útlagðan kostnað fellur niður en nefndarlaun hækka á móti um sömu upphæð. Upplýsingar um kjörin verða uppfærðar á heimasíðu sveitarfélagsins eftir afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Skipan fulltrúa í framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts í Skagafirði 2023

Málsnúmer 2210302Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 6. október 2022 frá UMFÍ þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið tilnefni fjóra fulltrúa í framkvæmdanefnd vegna 24. Unglingalandsmóts UMFÍ sem verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina árið 2023.
Byggðarráð samþykkir að tilnefna eftirtalin sem fulltrúa sveitarfélagsins; Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Ingvar Páll Ingvarsson, Heba Guðmundsdóttir og Þorvaldur Gröndal.

4.Þátttaka og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs 2023

Málsnúmer 2210272Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 26. október 2022 frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs þeirra 2023.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

5.Erindi frá Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 2210300Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 10. október 2022 frá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra. Óskað er eftir því að sveitarstjórn Skagafjarðar taki til skoðuðnar að gera samstarfssamning við setrið. Setrið er með starfsstöðvar á Skagaströnd og á Hvammstanga. Rannsóknarsvið setursins er sagnfræði. Markmið Stofnunar rannsóknasetra HÍ til langs tíma er að hafa að lágmarki tvo fasta starfsmenn á hverju setri. Á næstu árum verður áhersla lögð á að tryggja fjármögnun fyrir föstum viðbótarstarfsmanni á setrinu á Norðurlandi vestra. Rekstrarfé rannsóknarsetranna kemur úr þremur áttum: Í fyrsta lagi frá ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, í öðru lagi frá Háskóla Íslands og í þriðja lagi af sjálfsaflafé setranna í gegnum þjónustuverkefni og styrkjasókn.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga.

6.Leikvöllur og leiktæki við Varmahlíðarskóla

Málsnúmer 2210298Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. október 2022 frá stjórn Foreldrafélags Varmahlíðarskóla. Á aðalfundi Foreldrafélags Varmahlíðarskóla sem haldinn var 25. október síðastliðinn, kom fram ábending frá foreldrum um að brýn þörf sé á því að bæta leikvöllinn við skólann, fjölga leiktækjum þar ásamt því að sinna viðhaldi á þeim leiktækjum sem fyrir eru. Vill stjórnin því, fyrir hönd foreldra í Varmahlíðarskóla, fara fram á það að sett verði fjármagn á næsta ári til að bæta og laga leikvöllinn við Varmahlíðarskóla.
Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

7.Beiðni um rekstrarstyrk

Málsnúmer 2211027Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 6. október 2022 frá Kvennaathvarfinu þar sem óskað er eftir 400.000 kr. rekstrarstyrk til starfseminnar á árinu 2022.
Byggðarráð samþykkir að veita 300.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins og tekur fjármagnið af deild 21890.

8.Innritunarreglur fyrir leikskóla í Skagafirði

Málsnúmer 2208293Vakta málsnúmer

Reglur um innritun barna í leikskóla í Skagafirði lagðar fram. Reglurnar hafa verið uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi en einnig eru lagðar til efnislegar breytingar sem lúta að tímasetningum innritunar. Reglurnar voru samþykktar á 7. fundi fræðslunefndar þann 18.10. 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

9.Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi Skagafjarðar

Málsnúmer 2208296Vakta málsnúmer

Reglur um skólasókn í öðru skólahverfi í Skagafirði lögð fram. Ekki eru gerðar efnislegar breytingar á reglunum en þær uppfærðar með hliðsjón af sameinuðu sveitarfélagi. Reglurnar voru samþykktar á 7. fundi fræðslunefndar þann 18.10. 2022.
Byggðarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Greiðsla fyrir byggingarrétt frístundalóða á Steinsstöðum og aðrir skilmálar

Málsnúmer 2211089Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum hinn 30.06. 2022 að auglýsa til úthlutunar lóðir nr. 4, 5, 6 og 7. Þær voru auglýstar á vef sveitarfélagsins í ágúst og september 2022. Þinglýst yfirlýsing um stofnun lóða frá 11.02. 2022, sbr. þinglýst yfirlýsing um breytingu dags. 21.06. 2022 gilda um stærð og legu lóðanna.
Einn sótti um hverja eftirgreindra lóða: nr. 4, 6 og 7 en enginn um lóð nr. 5. Á fundi skipulags- og byggingarnefndar hinn 22.09. 2022 var ákveðið að úthluta þeim lóðum sem sótt var um.
Fyrirliggjandi eru drög að svari skipulagsfulltrúa til umsækjendanna sem er ætlað að fela í sér skilmála um lóðirnar, m.a. eftirfarandi:
Að hver umsækjendanna greiði sveitarfélaginu 1.000.000 kr. byggingarréttargjald sem felur í sér greiðslu fyrir eiginlegan byggingarrétt, greiðslu vegna vegagerðar og greiðslu fyrir skipulagsvinnu hverrar lóðar. Verður þ.a.l. ekki krafist frekara gjalds af umræddum lóðum vegna þess kostnaðar sem þegar liggur í vegagerðinni. Um greiðslu gjalds vegna síðari gatnagerðar eða viðhalds vegar gildi almennar reglur. Venjuleg byggingarleyfisgjöld og tengigjöld eru skv. gjaldskrám sveitarfélagsins og Skagafjarðarveitna.
Vegur um svæðið verði í eigu sveitarfélagsins og veghald á þess herðum (viðhald) þar til annað er ákveðið. Ekki er gert ráð fyrir vetrarþjónustu vegar af hálfu sveitarfélagsins. Rotþrær verði í eigu einstakra lóðarhafa en tæming gegn tæmingargjaldi skv. gjaldskrá sveitarfélagsins. Vatnsöflun verði á vegum Skagafjarðarveitna og verður greitt skv. gjaldskrá.
Þar til deiliskipulag hefur verið gert er gert ráð fyrir að lóðarblöð mæli fyrir um skilmála, sem og gildandi aðalskipulag.
Til hliðsjónar þá gera ósamþykkt drög að lóðayfirliti og skilmálum um lóðir nr. 1-8 (lögð fyrir fund skipulagsnefndar 30.06. 2022) ráð fyrir að reisa megi allt að 5 hús á hverri lóð, en gætt skuli að hámarksbyggingarmagni, að hámarkshæð geti verið allt að 7 metrar frá gólfi jarðhæðar í þakmæni, þakgerðir séu valfrjálsar, sem og mænisstefna/afstaða húsa. Gera má ráð fyrir að gólfkvótar miðist við legu lands en verði endanlega áðkveðnir í samráði við skipulags- og/eða byggingarfulltrúa. Það er þó skipulagsnefndar/sveitarstjórnar að ákveða um slíkt.
Jafnframt gildi úthlutunarreglur sveitarfélagsins fyrir byggingarlóðir. Lóðarleigusamningur verði gerður þegar framkvæmdir eru hafnar í skilningi 12.1. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins um byggingarlóðir. Þeir verði ótímabundnir og mæli fyrir um ársleigu skv. gjaldskrá sveitarfélagsins, nú 3%.
Byggðarráð samþykkir að lóðunum sé úthlutað til umsækjenda sem undirgangast þá skilmála sem að framan getur. Byggðarráð samþykkir jafnframt að vísa erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

11.Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2023-2026

Málsnúmer 2208220Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2023-2026 lögð aftur fram til fyrri umræðu vegna leiðréttingar.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að vísa fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í sveitarstjórn með áorðnum breytingum.
Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.

12.Héraðsskjalasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023

Málsnúmer 2210239Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Héraðsskjalasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023 vísað frá 5. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. október 2022.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

13.Héraðsbókasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023

Málsnúmer 2210238Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Héraðsbókasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023 vísað frá 5. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. október 2022.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Listasafn Skagfirðinga - Gjaldskrá 2023

Málsnúmer 2210244Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Listasafns Skagfirðinga fyrir árið 2023 vísað frá 5. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 24. október 2022.
Byggðarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

15.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara

Málsnúmer 2210257Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2022 frá nefndasviði Alþingis. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara, 231. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 8. nóvember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar styður tillögu til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara. Löngu tímabært er að leggja mat á núverandi kerfi og hvernig það þjónar hagsmunum íbúa landsins sem best þegar hamfarir eiga sér stað.

16.Samráð; Breytingar á lögum um Innheimtunstofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga)

Málsnúmer 2211045Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 2. nóvember 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 208/2022, "Breytingar á lögum um Innheimtustofnun sveitarfélaga (tilfærsla á innheimtu meðlaga)". Umsagnarfrestur er til og með 14.11.2022.

17.Vegna hundahreinsunar og meðferð sláturúrgangs

Málsnúmer 2210297Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 31. október 2022 frá Heilbrigðisfulltrúa Norðurlands vestra. Í póstinum segir: "Í ljósi þess að vart hefur orðið við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum í nýliðinni sláturtíð, þá samþykkti Heilbrigðisnefndin eftirfarandi bókun á fundi sínum þann 27. október sl.:

"Samkvæmt reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 er eiganda eða umráðamanni hunds skylt að láta ormahreinsa hund sinn árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í síðasta lagi í desember ár hvert, nema að annað komi fram í samþykkt hlutaðeigandi sveitarfélags.

Heilbrigðisnefndin beinir þeim tilmælum til aðildarsveitarfélaga að ítreka mikilvægi þess að eigendur ormahreinsi hunda sína og að sveitarfélögin auglýsi árlega hundahreinsun í lok sláturtíðar til að koma í veg fyrir útbreiðslu sníkjudýra.

Einnig er mikilvægt gæta vel að frágangi sláturúrgangs til að rjúfa smitleiðir."

Það er rétt að taka það skýrt fram að vöðvasullurinn sem greinst hefur á síðustu áratugum í sauðfé á Íslandi, smitar ekki fólk.

18.Verðskrá Rarik - kynning

Málsnúmer 2210296Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ný verðskrá RARIK frá 1. ágúst 2022, fyrir tengigjöld rafmagns. Bent er sérstaklega á grein 1.12 varðandi breytingar þar sem búið er byggja upp dreifikerfi.
Byggðarráð Skagafjarðar lýsir yfir óánægju með að ekki sé enn búið að samþætta og sameina gjaldskrár dreifiveitna í landinu, óháð því hvort um er að ræða dreifbýlisgjaldskrár eða þéttbýlisgjaldskrár. Um brýnt byggðarmál er að ræða og má minna á að jöfnun orkukostnaðar á milli dreifbýlis og þéttbýlis er áherslumál núverandi ríkisstjórnar.

19.Fjölskyldudagar í Skagafirði

Málsnúmer 2210301Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. október 2022 frá Ungmennasambandi Skagafjarðar. UMSS áformar að halda "Fjölskyldudaga í Skagafirði" samhliða Unglingalandsmóti UMFÍ 2023.
Byggðarráð fagnar framtakinu.

20.Fundagerðir NNV 2022

Málsnúmer 2202093Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Náttúrustofu Norðurlands vestra frá 4. október 2022 lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:31.