Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

16. fundur 05. október 2022 kl. 14:00 - 15:48 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði

Málsnúmer 2203176Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá á fundum byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. og 30. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102. ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður, Þuríður Elín Þórarinsdóttir og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skipa tvo starfsmenn sveitarfélagsins í starfshóp með fulltrúum UMSS vegna upplýsingaöflunar um stöðumat. Starfshópurinn skal skila skýrslu fyrir næstu áramót.

2.Verklok Byggðasögu Skagafjarðar

Málsnúmer 2208195Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 11. fundar byggðarráðs þann 31. ágúst 2022, þar sem lögð var fram greinargerð ásamt tillögum útgáfustjórnar Byggðasögu Skagafjarðar til stofnaðila ritverksins, dagsett 15. ágúst 2022. Undir þessum dagskrárlið sátu Bjarni Maronsson og Gunnar Rögnvaldsson fundinn og gerðu grein fyrir tillögum útgáfustjórnar Byggðasögunnar til stofnaðila ritverksins.

3.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 2209323Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 26. september 2022 frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til allra framkvæmdastjóra sveitarfélaga varðandi ársfund sjóðsins miðvikudaginn 12. október 2022 í Reykjavík.

4.Umsagnarbeiðni vegna jarðarlaga nr. 81 2004 - Sala sumarhúss Víkurlundur F214-3956

Málsnúmer 2210012Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá skrifstofu landbúnaðar í matvælaráðuneytinu, dagsettur 3. október 2022. óskað hefur verið eftir samþykki matvælaráðherra sbr. 10. gr. a. jarðalaga nr. 81/2004 á kaupum félagsins Fljótabakki ehf. á sumarhúsi í Fljótum (Víkurlundur) F2143956 Brautarholt Mýri.
Með vísan til 8. mgr. 10. gr. a jarðalaga er óskað eftir umsögn sveitarstjórnar Skagafjarðar vegna ofangreinds. Sérstaklega er óskað eftir sjónarmiðum sveitarfélagsins um það hvort fyrirhuguð ráðstöfun fasteignar og áformuð nýting hennar samrýmist skipulagsáætlunum Skagafjarðar, landsskipulagsstefnu eða annarri stefnu um landnýtingu eftir því sem við á. Enn fremur hvort áformuð nýting fasteignar sé að mati sveitarfélagsins í samræmi við stærð, staðsetningu og ræktunarskilyrði hennar, sem og gæði og fasteignaréttindi sem fylgja henni og hvort ráðstöfunin styrki landbúnað og búsetu á viðkomandi svæði. Samkvæmt 3. málsl. 8. mgr. 10. gr. a skulu umsagnir liggja fyrir eins skjótt og verða má. Með vísan til þess er þess óskað að umsögn verði skilað eigi síðar en miðvikudaginn 12. október 2022.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við erindið og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Umsagnarbeiðni; tillaga til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfis

Málsnúmer 2210007Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 30. september 2022 frá nefndasviði Alþingis. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um eflingu félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, 10. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 14. október 2022.

6.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum á sviði fiskveiðistjórnar

Málsnúmer 2210009Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 3. október 2022 þar sem matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 183/2022, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnar (viðurlög og tengdir aðilar)". Umsagnarfrestur er til og með 04.11.2022.

7.Samráð; Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 2209313Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 27. september 2022 þar sem innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 175/2022, "Skýrsla verkefnisstjórnar um starfsaðstæður kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa". Umsagnarfrestur er til og með 12.10.2022.

8.Tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð

Málsnúmer 2209342Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 28. september 2022 frá UNICEF á Íslandi varðandi tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð.

9.Tímatákn ehf. - aðalfundur 2022

Málsnúmer 2208204Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Tímatákns ehf. fyrir árið 2021.

Fundi slitið - kl. 15:48.