Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

38. fundur 01. desember 1999
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 38 – 01.12.1999

    Miðvikudaginn 1. desember kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman á Skrifstofu Skagafjarðar.
    Mættir voru: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
    1. Víðimýri.
    2. Höfði ehf.
    3. Hestamiðstöð Íslands.
    4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
  1. Borist hefur bréf varðandi byggingu aðstöðuhúss fyrir ferðamenn og gæslufólks við Víðimýrarkirkju. Bréfið er frá Byggðasafni Skagfirðinga Glaumbæ. Ákveðið að fá Sigríði Sigurðardóttur til fundar við nefndina.
  2. Erindi frá Höfða ehf., sem frestað var á síðasta fundi nefndarinnar. Í bréfinu er leitað eftir því að eignaraðilar í félaginu auki hlutafé um 6.000.000 kr. Eignaraðilar leggi fram 2.000.000 kr. hver. Þá er óskað eftir styrk að upphæð 4.000.000 kr. frá Sveitarfélaginu Skagafirði vegna endurbóta á húsnæði fyrirtækisins. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að lagðar verði fram 2.000.000 kr. í hlutafé gegn því að aðrir eignaraðilar leggi fram 2.000.000 kr. hver. Í trausti þess að aðgerðin verði til þess að efla atvinnulíf á svæðinu. Nefndin hafnar styrkbeiðninni.
  3. Atvinnu- og ferðamálanefnd fagnar því að Hestamiðstöð Íslands í Skagafirði er að verða að veruleika og þakkar þeim sem hafa unnið að málinu.
  4. Farið yfir stöðuna á arðsemisathugun á bleikjueldi í Skagafirði.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Einar Gíslason
Stefán Guðmundsson
Sveinn Árnason
Brynjar Pálsson
../kb