Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

37. fundur 27. október 1999
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 37 – 27.10.1999

    Miðvikudaginn 27. október kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman á skrifstofu Skagafjarðar til fundar.
    Mættir voru: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson og Stefán Guðmundsson.
DAGSKRÁ:
    1. Ferðamál.
    2. Höfði ehf.
    3. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
  1. Deborah Robinson mætti á fundinn. Rætt um ferðamál í Skagafirði. Farið yfir rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð sl. sumar. Aðsókn og sala hefur aldrei verið meiri en sl. sumar. Gestir upplýsingamiðstöðvarinnar voru 11.242. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að gengið verði til samninga við Hring um rekstur Ferðamiðstöðvarinnar næsta sumar. Deborah vék af fundi.
  2. Borist hefur bréf frá Höfða ehf. sem vísað var til atvinnu- og ferðamálanefndar. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
  3. Atvinnuleysisskráning - Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að óska eftir því við sveitarstjóra að afla upplýsinga um svæðisgreiningu á atvinnuleysi. Einnig að fá upplýsingar á nánari greiningu á fólksflutningum í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson
Einar Gíslason
Pétur Valdimarsson
../kb