Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

53. fundur 08. október 2009 kl. 12:15 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Tjaldstæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki - rekstur 2010

Málsnúmer 0909122Vakta málsnúmer

Rætt um framtíðarskipulag á rekstri tjaldstæða sveitarfélagsins á Sauðárkróki og í Varmahlíð.

Nefndin ákveðjur að fela sviðsstjóra að auglýsa eftir rekstraraðilum fyrir áðurnefnd tjaldstæði sumarið 2010.

2.Uppsögn samnings um framlag FMS til reksturs upplýsingamiðstöðvar

Málsnúmer 0909008Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Ferðamálastofu dags. 26.júlí sl. þar sem tilkynnt er um uppsögn á samningi um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð frá og með næstu áramótum. Skipuð hefur verið nefnd á vegum Ferðamálastofu sem fjallar um framtíðarskipulag á Upplýsingamiðstöðvarekstri.

3.Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð

Málsnúmer 0902060Vakta málsnúmer

Rætt um rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð og lagðar fram upplýsingar um gestafjölda í miðstöðinni. Gestir þann 1 .sept. sl. voru orðnir 13.760, þar af rúmlega 8.400 erlendir.

4.Fundarboð vegna kynningarfundar um starfsemi Markaðsstofu

Málsnúmer 0910024Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Markaðsskrifstofu ferðamála dags. 6.10. þar sem sveitarfélaginu er boðið að senda fulltrúa á kynningarfund um starfsemi skrifstofunnar sem haldinn verður á Akureyri næsta mánudag. Nefndarmenn hvattir til að mæta.

Fundi slitið - kl. 14:00.