Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

23. fundur 21. apríl 1999 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  23 – 21.04.1999

 

            Miðvikudaginn 21. apríl kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Sveinn Árnason, Stefán Guðmundsson og Einar Gíslason.

 

DAGSKRÁ:

  1. Ferðamiðstöðin Varmahlíð.
  2. Ferðamálafélag Skagafjarðar og Siglufjarðar.
  3. Ferðafélag Skagfirðinga.
  4. Símon Skarphéðinsson – bréf.
  5. Atvinnumál – Orri Hlöðversson.
  6. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Á fundinn kom Deborah Robinson ferðamálafulltrúi.  Farið var yfir umsóknir í starf forstöðumanns upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð.  Fimm umsóknir bárust í starfið.  Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að Bjarni Freyr Bjarnason verði ráðinn í starfið.  Bjarni er með þriggja ára reynslu í ferðaþjónustu, þar af eitt ár sjálfstætt starfandi.  Hann er með búfræðipróf af ferðamálabraut Hólaskóla.


2. Á fundinn komu Jón Garðarsson og Orri Hlöðversson.  Rætt um Ferðamálafélag Skagafjarðar og Siglufjarðar.  Rætt um framtíð ferðamála í Skagafirði. 

      Jón Garðarsson vék nú af fundi.

 
3. Á fundinn kom Ingvar Sighvatsson formaður Ferðafélags Skagfirðinga.  Rætt um gönguferð að Óskatjörn í Tindastól, sem fyrirhugað er að koma á í sumar.  Ákveðið að stefna að gönguferðinni í samstarfi við Ferðafélag Skagfirðinga aðra helgi í ágúst nk. 

      Ingvar vék nú af fundi.

 
4. Kynnt bréf frá Símoni Skarphéðinssyni vegna framkvæmda við hitaveitulögn.


5. Rætt um atvinnumál.

 

6. Önnur mál engin.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Sveinn Árnason

Brynjar Pálsson

Stefán Guðmundsson

Einar Gíslason