Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

18. fundur 05. febrúar 1999 kl. 09:00 - 11:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  18 – 05.02.1999

 

            Föstudaginn 5. febrúar 1999 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 9.00.

            Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason, Brynjar Pálsson, Einar Gíslason og Orri Hlöðversson.

 

Dagskrá:

1.  Atvinnu- og ferðamál.

 

Afgreiðslur:


1. Rætt um atvinnumál á Hofsósi. 

Stefán Guðmundsson sagði frá fundi sem hann var á í Reykjavík um málefni Loðskinns. 

Orri Hlöðversson gerði grein fyrir stöðu í málefnum ClicOn Ísland.  Gert er ráð fyrir að vélar verði settar niður um næstu mánaðarmót.

 

Á fundinn kom Deborah J. Robinsson ferðamálafulltrúi.  Ákveðið að fá Magnús Oddsson ferðamálastjóra til fundar við atvinnu- og ferðamálanefnd og boða fund með hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu í Skagafirði.  Stefnt að fundi um næstu mánaðarmót.  Rætt um ferðamál í Skagafirði.  Deborah vék nú af fundi. 

 

Borist hefur bréf til nefndarinnar frá byggðarráði varðandi málefni Sjávarleðurs.  Rætt um málefni Sjávarleðurs hf. Orri Hlöðversson greindi frá samskiptum við nýsköpunarsjóð, varðandi umsókn um lán til sjóðsins. 

Kynnt bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga þar sem óskað er eftir því að atvinnu- og ferðamálanefnd tilnefni einn mann í vinnuhóp er varðar framleiðslu landbúnaðarvara í Skagafirði.  Bréfið er undirritað af Þórólfi Gíslasyni kaupfélagsstjóra.  Samþykkt að Brynjar Pálsson verði í nefndinni fyrir hönd atvinnu- og ferðamálanefndar og Sveinn Árnason verði varamaður.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.30.

 

Einar Gíslason                                                                      

Orri Hlöðversson

Sveinn Árnason

Brynjar Pálsson

Pétur Valdimarsson

Stefán Guðmundsson