Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

83. fundur 25. maí 2012 kl. 08:15 - 09:37 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Ingvar Björn Ingimundarson ritari
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Beiðni um styrk

Málsnúmer 1202259Vakta málsnúmer

Árni Gunnarsson frá kvikmyndafélaginu Skottu og Ingileif Oddsdóttir skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komu til fundarins. Fjallað var um stöðu mála varðandi uppbyggingu náms í kvikmyndagerð og öðrum skapandi greinum við FNV.

Nefndin fagnar þeirri miklu grósku sem er í uppbyggingu nýrra námsbrauta við FNV, s.s. á sviði kvikmyndagerðar, íþróttaakademíu og plast- og trefjanáms. Sérstaklega fagnar nefndin fyrirhugaðri uppbyggingu kvikmyndabrautar og skorar á stjórnvöld að láta ekki þar staðar numið heldur styðja við uppbyggingu námsframboðs við skapandi greinar, náms sem höfðar til beggja kynja og húsnæðis og aðstöðu fyrir námið.

2.Samstarf Alþýðulistar og sveitarfélagsins árið 2012

Málsnúmer 1203225Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi milli Alþýðulistar og sveitarfélagsins um rekstur húsnæðis undir starfsemi Alþýðulistar í Varmahlíð. Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög og fela sviðsstjóra að ganga frá samningi.

3.Úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 1112411Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar svör Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis varðandi byggðakvóta þar sem ráðuneytið fellst á sjónarmið og rökstuðning sveitarfélagsins og samþykkir breytingartillögur þess.

Fundi slitið - kl. 09:37.