Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

89. fundur 21. mars 2013 kl. 09:00 - 10:45 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson formaður
  • Viggó Jónsson varaform.
  • Gunnsteinn Björnsson áheyrnarftr.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Pálmi Sigurður Sighvats varam.
  • Sigfús Ingi Sigfússon starfsm. mark.- þróunarsviðs
Fundargerð ritaði: Sigfús Ingi Sigfússon Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Samningur um skilyrtan styrk til reksturs upplýsingamiðstöðvar 2013

Málsnúmer 1303487Vakta málsnúmer

Til fundar kom Ólafur Sigmarsson frá Kaupfélagi Skagfirðinga og fór yfir stöðu og starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir samning Ferðamálastofu og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð á árinu 2013.

2.Uppbygging tjaldstæðisins í Varmahlíð

Málsnúmer 1210122Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd hefur aflað sér gagna og upplýsinga um kostnað við tilteknar lagfæringar á tjaldsvæðinu í Varmahlíð. Samþykkir nefndin að kosta tilfærslu eins rafmagnskassa á svæðinu og leggja lagnir í jörð til að unnt verði að fjölga rafmagnskössum á svæðinu í næsta áfanga, í samræmi við kostnaðarmat framkvæmdasviðs sveitarfélagins. Verður fjárhæðin, allt að kr. 450.000,-, tekin af lið 13090. Fyrir liggur að framkvæmdasvið sveitarfélagins mun ráðast í lagfæringar og gerð skjólbelta á svæðinu.

3.Kynningarefni ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1303488Vakta málsnúmer

Kynnt var vinna sem er í gangi varðandi gerð og uppfærslu kynningarefnis fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði. Sú vinna er unnin í nánu samráði við Félag ferðaþjónustunnar í Skagafirði.

4.Bæjarfjöllin í Skagafirði - umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða

Málsnúmer 1303015Vakta málsnúmer

Kynnt var umsókn sem send var í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða til gerðar upplýsingaskilta við nokkur fjöll í námunda við byggðakjarna í Skagafirði.

5.Sameiginlegur fundur um málefni ferðaþjónustunnar

Málsnúmer 1303491Vakta málsnúmer

Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að halda upplýsingafund með Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði en þar yrði fjallað um kynningarmál ferðaþjónustunnar og farið yfir markaðstól og tækifæri til markaðssetningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.