Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

28. ágúst 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 28.08. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 28.08.2007, kl. 15:00.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Páll Dagbjartsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.  Gísli Sigurðsson frá Skagafjarðarhraðlestinni kom til fundar undir lið 1.


DAGSKRÁ:
1)      Samstarf við Skagafjarðarhraðlestina
2)      Kynning á Skagafirði sem atvinnusvæði
3)      Matarkistan Skagafjörður
4)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Samstarf við Skagafjarðarhraðlestina
Gísli Sigurðsson kom til fundar fyrir hönd Skagafjarðarhraðlestarinnar, aðrir fulltrúar hennar í stýrihóp voru forfallaðir.
Rætt var um framgang þeirra verkefna sem unnin hafa verið í samvinnu sveitarfélags og Skagafjarðarhraðlestarinnar og stöðu þeirra.
Samþykkt að fara yfir skipulag samstarfsins, sviðsstjóra falið að vinna að málinu.
 
2)      Kynning á Skagafirði sem atvinnusvæði
Rætt um næstu skref varðandi kynningu á Skagafirði sem atvinnusvæði.
 
3)      Matarkistan Skagafjörður
Sviðsstjóri lagði fram minnisblað um næstu skref varðandi aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu Matarkistan Skagafjörður. 
Samþykkt að ganga til samninga við Ferðamáladeild Hólaskóla um að sveitarfélagið styrki stöðu verkefnisstjóra matarkistunnar við deildina til næstu áramóta.  Sviðsstjóra falið að ganga til viðræðna við Hólaskóla.
 
4)      Hátækniseturs Íslands
Rætt um málefni Hátækniseturs Íslands og leiðir til að tryggja og efla starfsemi þess.
 
5)      Önnur mál
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:30