Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

27. mars 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 27.03. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 27.03.2007, kl. 11:15.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Sigurðsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 


DAGSKRÁ:
1)      Orf – Líftækni
2)      Nýsköpunarsjóður námsmanna
3)      Skíðaveisla um páska - kynningarstarf
4)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Orf – Líftækni
Þorsteinn Broddason frá Hátæknisetri Íslands ses. kom til fundar og fór yfir vinnu sína við verkefni sem sveitarfélagið Skagafjörður og ORF líftækni vinna saman.  Nefndin samþykkir að leggja allt að kr. 350.000 í kaup á markaðsskýrslum fyrir verkefnið, líkt og ráð var fyrir gert í samstarfssamningi ORF líftækni og sveitarfélagsins.  Fjármagnið skal tekið af lið 13090.
 
2)      Nýsköpunarsjóður námsmanna
Rætt um samstarfssamning við Nýsköpunarsjóð námsmanna.  Nefndin samþykkir að leggja kr. 400.000 til samstarfs við sjóðinn á árinu 2007 til verkefna sem tengjast Skagafirði og unnin eru í Skagafirði.  Sviðsstjóra falið að ganga frá samningi við sjóðinn.
 
3)      Skíðaveisla um páska – kynningarstarf
Sviðsstjóra falið að ákveða þátttöku sveitarfélagsins í sameiginlegu markaðsátaki vegna páskavertíðar á skíðasvæðinu í Tindastól.
 
4)      Önnur mál
Lagt fram erindi frá nýstofnuðu Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði þar sem óskað er eftir fundi með nefndinni.  Ákveðið að bjóða stjórn félagsins til næsta fundar.
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00