Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

06. febrúar 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 06.02. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 06.02.2007, kl. 13:30.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 


DAGSKRÁ:

1)      Atvinnuþróunarmál – samstarf við Skagafjarðarhraðlestina
2)      Samstarf við ORF Líftækni hf.
3)      Sameiginleg auglýsing um laus störf í Skagafirði
4)      Ferðamál - kynningarstarf
5)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Atvinnuþróunarmál – samstarf við Skagafjarðarhraðlestina
Lagður var fram samningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarhraðlestar um samstarf þessara aðila.   Markmið þess er að efla samstarf um uppbyggingu atvinnulífs í Skagafirði og stofna atvinnulífssjóð. 
Nefndin fagnar samkomulaginu og samþykkir það.  Einnig samþykkir nefndin að auglýsa eftir verkefnisstjóra til starfa í samræmi við samninginn. Sviðstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að fylgja málinu eftir.
Atvinnu- og ferðamálanefnd óskar eftir því að sveitarstjórn taki ráðningu verkefnastjóra sérstaklega fyrir, en hún rúmast innan fjárhagsáætlunar málaflokksins.
 
2)      Samstarf við ORF Líftækni hf.
Lögð voru fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og ORF líftækni hf. um gerð markaðs- og tæknikönnunar fyrir framleiðslu og úrvinnslu á sérvirkum próteinum í Skagafirði.
Nefndin samþykkir samninginn.
 
3)      Sameiginleg auglýsing um laus störf í Skagafirði
Sviðstjóri hefur unnið að undirbúningi sameiginlegrar auglýsingar frá fyrirtækjum og stofnunum eftir fólki í störf í Skagafirði.  Nefndin fagnar framtakinu og samþykkir að taka þátt í því.
 
4)      Ferðamál - kynningarstarf
Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi áframhald á Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi og því starfi sem framundan er varðandi kynningarmál.  Nefndin samþykkir að taka þátt í fyrirliggjandi verkefni varðandi kynningu á Norðurlandi í Kaupmannahöfn nú í febrúar.
 
5)      Önnur mál
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00